Fjármálalæsi 101

Verð snemmskráning 15.900 kr Almennt verð 17.500 kr

Fjármálalæsi 101

Verð snemmskráning 15.900 kr Almennt verð 17.500 kr
Prenta
Nýtt
Snemmskráning til og með 17. september
Fös. 27. sept. kl. 9:00 - 16:00
Kristján Arnarsson með meistaragráðu í fjármálum
Endurmenntun, Dunhaga 7.

Í samstarfi við Fjármálavit, fjármálafræðslu á vegum Samtaka fjármálafyrirtækja

Kemur þú að kennslu í fjármálalæsi?
Námskeiðið er um grunnþætti í kennslu í fjármálalæsi fyrir kennara á unglingastigi.

Á námskeiðinu fá þátttakendur að kynnast námsefni í fjármálalalæsi sem notað hefur verið í ýmsum grunnskólum landsins undanfarin tvö ár. Bókin „Fyrstu skref í fjármálum“ er þar til grundvallar og fá þátttakendur bókina að gjöf fyrir sig og nemendur sína og góða innsýn í kennsluna. Að auki fá þátttakendur gefins bókina „Lífið er rétt að byrja“ sem er handbók kennara. Markmiðið er að styðja kennara í kennslu í fjármálalæsi og bjóða gott og aðgengilegt kennsluefni.

Á námskeiðinu er fjallað um:

Helstu þættir fjármála sem allir, ungir sem aldnir, þurfa að þekkja og kennarar eiga að geta miðlað til nemenda. Bókin „Fyrstu skref í fjármálum“ er til grundvallar og verður farið yfir kennsluefnið og annað stuðningsefni ætlað kennurum.
• Nemandi sem lýkur grunnskóla þarf að þekkja hugtök eins og:
innlán, útlán, sparnaður, vextir, geta reiknað vexti af höfuðstól og kunna skil á mikilvægi tíma við ávöxtun.
• Geta lesið launaseðil og áttað sig á þeim upplýsingum sem þar koma fram, s.s. persónuafslætti, lífeyrisgreiðslum, aðild að stéttarfélagi og gjöldum til þess.
• Vera fær um að rýna í auglýsingar með gagnrýnum hætti og greina milli staðreynda og áróðurs.
• Að skilja hvernig neysluvarningur verður til og hvað felst í að vera meðvitaður neytandi.
• Vera fær um að meta sinn eigin lífsstíl og neyslu og vera meðvitaður um hverju það breytir fyrir afkomu og líðan.

Ávinningur þinn:

• Kynnist góðu og einföldu kennsluefni í fjármálalæsi.
• Innblástur fyrir kennsluna.
• Bókin „Fyrstu skref í fjármálum” fyrir þig og nemendur þína.
• Bókin „Lífið er rétt að byrja” sem er handbók fyrir kennara.

Fyrir hverja:

Námskeiðið er hugsað fyrir grunnskólakennara á unglingastigi sem koma að kennslu í fjármálalæsi.

Kennsla:

Kristján Arnarsson útskrifaðist sem grunnskólakennari árið 2008. Kenndi stærðfræði í Hagaskóla í 9 ár. Útskrifaðist með meistaragráðu í fjármálum árið 2016. Hefur starfað sem sérfræðingur í húsnæðismálum hjá Íbúðalánasjóði í tvö ár. Einnig hefur hann komið að verkefnum um eflingu fjármálalæsis í grunnskólum og samið námsefni því tengdu.

0