Hvað er HEILA málið?
Grunnnámskeið um heilabilun

Verð 31.400 kr
Prenta
Nýtt
Fim. 25. og fös. 26. okt. kl.12:00 - 16:00
Sirrý Sif Sigurlaugardóttir, félagsráðgjafi, Berglind Indriðadóttir, iðjuþjálfi, Hulda Sveinsdóttir, heilabilunarráðgjafi og Helga Eyjólfsdóttir öldrunarlæknir.
Endurmenntun, Dunhaga 7.

Í samstarfi við Alzheimersamtökin

Hefurðu áhuga á heilabilun? Viltu vita meira um sjúkdóma sem valda heilabilun og fólkið sem lifir með þeim? Starfar þú eða hefur þú hug á að starfa með fólki með heilabilun? Á námskeiðinu er farið yfir grundvallaratriði varðandi heilabilun, líffræði, umönnunarmenningu, samskipti, fjölskyldukerfið og lífsgæði.

Markmið námskeiðsins er að veita grunnþekkingu á heilabilunarsjúkdómum og einkennum þeirra. Hvað er eðlileg öldrun? Hvað er heilabilun? Hverjar eru algengustu tegundir heilabilunar?
Hvernig hefur heilabilun áhrif á vitræna getu, framkomu og hegðun, líðan og heilsu þeirra sem veikjast? Farið er yfir hlutverk umönnunaraðila í samskiptum við fólk með heilabilun og fjölskyldur þeirra.
Að námskeiði loknu ættu þátttakendur að geta gert grein fyrir mismunandi tegundum heilabilunarsjúkdóma, einkennum þeirra og meðferð, þekkja þá hugmyndafræði sem liggur til grundvallar umönnun fólks með heilabilun og geta átt uppbyggileg samskipti við fólk með heilabilun í þeim tilgangi að hámarka vellíðan í öllum aðstæðum.

Á námskeiðinu er fjallað um:

Líffræði heilabilunarsjúkdóma, greiningu og meðferð.
Persónumiðaða umönnun (e. person centered care).
Lífsgæði og áhrif á daglegt líf.
Að hámarka vellíðan fólks með heilabilun.
Áhrif á fjölskylduna og einstaklinginn.
Samskipti og heilabilun.
Heilabilunarráðgjöf sem fag (d. demenskoordinator).
Vinveitt samfélög (e. dementia friendly communities).

Ávinningur þinn:

Aukin þekking á heilabilunarsjúkdómum, einkennum þeirra og meðferð.
Aukinn skilningur á áhrifum heilabilunar á þá sem veikjast.
Aukin færni í samskiptum við fólk með heilabilun.
Aukin þekking á leiðandi hugmyndafræði í umönnun fólks með heilabilun á öllum þjónustustigum.
Færni í stöðugu viðhaldi og uppfærslu þekkingar.

Fyrir hverja:

Námskeiðið er ætlað öllum sem starfa með fólki með heilabilun eða hafa hug á að starfa með fólki með heilabilun, bæði starfsmönnum við umönnun og öðrum fagaðilum í félags- og heilbrigðisþjónustu.

Kennsla:

Sirrý Sif Sigurlaugardóttir er með MA-próf í félagsráðgjöf og starfar sem fræðslu- og verkefnastjóri Alzheimersamtakanna.
Berglind Indriðadóttir Iðjuþjálfi hjá Farsæl Öldrun, Þekkingarmiðstöð.
Hulda Sveinsdóttir er hjúkrunarfræðingur og hefur starfað sem demenskonsulent í Danmörku til fjölda ára.
Helga Eyjólfsdóttir er sérfræðingur í lyf- og öldrunarlækningum PhD á Landspítalanum Háskólasjúkrahúsi.

Aðrar upplýsingar:

Námskeiðið er skipulagt í samstarfi við Alzheimersamtökin. Þátttakendur fá aðgang að glærum og greinum sem notaðar eru við kennsluna, leslista með tillögum að ítarefni og ábendingar um hvar má finna nánari upplýsingar.

0