Lyfjalaus meðferð við svefnleysi - FJARNÁMSKEIÐ

Verð 21.900 kr

Lyfjalaus meðferð við svefnleysi - FJARNÁMSKEIÐ

Verð 21.900 kr
Prenta
Mán. 26. okt. kl. 13:00 - 17:00
Dr. Erla Björnsdóttir, sálfræðingur og sérfræðingur í hugrænni atferlismeðferð við svefnleysi
Námskeiðið fer fram í rauntíma í fjarkennsluforritinu ZOOM.
Upplýsingar um þátttöku í ZOOM.

UPPLÝSINGAR UM ÁHRIF COVID-19 Á STARFSEMI EHÍ

Á þessu námskeiði verður farið ítarlega yfir greiningu og meðhöndlun langvarandi svefnleysis með áherslu á lyfjalausa meðferð og aðferðir hugrænnar atferlismeðferðar.

Á námskeiðinu verður fjallað um eðli og uppbyggingu svefns og mikilvægi þess að sofa vel fyrir líkamlega og geðræna heilsu. Farið verður yfir hversu mikið við þurfum að sofa og þau áhrif sem of lítill eða of mikill svefn getur haft á heilsu og líðan.
Fjallað verður ítarlega um einkenni og algengi langvarandi svefnleysis ásamt því að fara yfir greiningu og meðferð sjúkdómsins.
Sérstök áhersla verður á lyfjalausa meðferð við svefnvanda og farið verður yfir helstu þætti sem felast í hugrænni atferlismeðferð við svefnleysi.

Á námskeiðinu er fjallað um:

• Eðli og uppbyggingu svefns.
• Svefnleysi.
• Lyfjalausa meðferð.
• Hugræna atferlismeðferð.

Ávinningur þinn:

• Fræðast um mikilvægi svefns fyrir andlega og líkamlega heilsu.
• Fá betri yfirsýn yfir greiningarferli og meðhöndlun svefnvandamála á Íslandi.
• Fræðast um einkenni, greiningu og meðhöndlun á langvarandi svefnleysi.
• Læra aðferðir hugrænnar atferlismeðferðar við svefnleysi.

Fyrir hverja:

Námskeiðið er hannað sérstaklega fyrir fagfólk sem sinnir einstaklingum er glíma við svefnvandamál.

Kennsla:

Erla Björnsdóttir er með B.A og kandídatspróf í sálfræði auk þess að hafa lokið doktorsprófi í líf-og læknavísindum. Í doktorsnámi sínu rannsakaði Erla svefnleysi, andlega líðan og lífsgæði hjá sjúklingum með kæfisvefn og hefur auk þess sérhæft sig í hugrænni atferlismeðferð við svefnleysi.
Erla starfar sem nýdoktor við Háskóla Íslands og rannsakar þar tengsl svefns við andlega og líkamlega heilsu. Hún hefur birt fjölda greina í erlendum ritrýndum tímaritum og gaf nýverið út bókina Svefn sem fjallar um mikilvægi svefns og algengustu vandamál sem tengjast svefni.

Aðrar upplýsingar:

Fyrir þátttakendur í fjarfundi:
Námskeiðið fer fram í gegnum fjarfundakerfið ZOOM.
Þátttakendur þurfa að vera með nettengda tölvu, vefmyndavél, hljóðnema og góða ADSL eða ljósnet/leiðara tengingu. Mælt er með að þátttakendur noti Chrome eða Firefox vafra.
Slóð námskeiðsins verður sent á það netfang sem þátttakandi hefur gefið upp við skráningu.

Styrkur
Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Mat þátttakenda

á mælikvarðanum 1 til 5
(5,00)

Umsagnir

Mjög gott og fræðandi, flott að fá verkfæri.
Flott námskeið, góður fyrirlesari og námsgögn.
Mjög gott námskeið, hef ekki áður gefið fullt hús hjá EHÍ.
Áhugavert efni sem kemur öllum við.
0