Stjórnun ónæmissvars til heilsueflingar

Verð 21.900 kr

Stjórnun ónæmissvars til heilsueflingar

Verð 21.900 kr
Prenta
Nýtt
Mið. 20. nóv. kl. 13:00 - 17:00
Umsjón: Björn Rúnar Lúðvíksson, prófessor og yfirlæknir, og Anna Guðrún Viðarsdóttir, yfirlífeindafræðingur, á ónæmisfræðideild Landspítala (LSH)
Endurmenntun, Dunhaga 7.

Námskeiðið er unnið í samvinnu við Félag Lífeindafræðinga.

Á námskeiðinu verða sex fyrirlestrar þar sem farið er yfir helstu sjúkdóma sem eiga rætur að rekja til of- eða vanstarfsemi í ónæmiskerfinu. Einnig verður fjallað um hvernig hægt er að beita nýstárlegum og markvissum ónæmisaðgerðum við meðferð slíkra sjúkdóma.

Megin áhersla verður lögð á eðli og nýjustu meðferðarleiðir sjúkdóma sem eiga rætur að rekja til of- eða vanstarfsemi ónæmiskerfisins. Fjallað verður um helstu sjálfsónæmis- og gigtarsjúkdóma, astma og ofnæmissjúkdóma, auk meðfæddra galla í ónæmiskerfinu. Einnig verður sérstaklega rætt um nýjungar í bólusetningum smitsjúkdóma og ónæmismeðferðir illkynja sjúkdóma.

Á námskeiðinu er fjallað um:

I. Ónæmisgallar
II. Bólgusjúkdómar
III. Krabbamein (blóðsjúkdómar)
IV. Astmi og ofnæmi
V. Afnæmingar ofnæmissjúkdóma
VI. Bólusetningar gegn smitsjúkdómum

Ávinningur þinn:

• Skilningur á því hvernig aukin grunnþekking á eðli varnar- og bólgusvars ónæmiskerfisins hefur leitt til stórkostlegra framfara í læknisfræði.
• Aukin þekking á sjúkdómum/göllum sem tengjast vanvirkni ónæmiskerfisins og meðferð þeirra.
• Aukin þekking á sjúkdómum/göllum sem tengjast ofvirkni ónæmiskerfisins og meðferð þeirra.
• Aukin þekking á því hvernig hægt er með bólusetningum að nota virkni ónæmiskerfisins sem forvörn gegn smitsjúkdómum.
• Aukin þekking á því hvernig hægt er að nota virkni ónæmiskerfisins við meðferð illkynja sjúkdóma.

Dagskrá námskeiðsins er HÉR.

Fyrir hverja:

Námskeiðið er ætlað fagfólki á heilbrigðissviði, kennurum í lífvísindum á menntaskólastigi og öðrum sem áhuga hafa.

Kennsla:

Dr. Björn Rúnar Lúðvíksson, yfirlæknir ónæmisfræðideildar LSH, prófessor læknadeild HÍ. Sérfræðingur í almennum lyflækningum og klínískri ónæmisfræði.

Dr. Ingileif Jónsdóttir, prófessor læknadeild HÍ og deildarstjóri smit- og bólgusjúkdóma hjá Íslenskri erfðagreiningu. Sérfræðingur í ónæmisfræði.

Michael V. Clausen, sérfræðilæknir á LSH. Sérfræðingur í barnalækningum, ofnæmis- og ónæmissjúkdómum.

Kristján Erlendsson, sérfræðilæknir á LSH, dósent - kennslustjóri læknadeild HÍ. Sérfræðingur í almennum lyflækningum og klínískri ónæmisfræði.

Sólrún Melkorka Maggadóttir, sérfræðilæknir. Sérfræðingur í barnalækningum, ofnæmis- og ónæmissjúkdómum.

Unnur Steina Björnsdóttir, sérfræðilæknir á LSH. Sérfræðingur í lyflækningum, ofnæmis- og ónæmissjúkdómum.

0