Listir og menning, hugarefling við Alzheimers-sjúkdómnum - FJARNÁMSKEIÐ

Verð 24.100 kr

Listir og menning, hugarefling við Alzheimers-sjúkdómnum - FJARNÁMSKEIÐ

Verð 24.100 kr
Prenta
Nýtt
Þri. 26. og fim. 28. jan. kl. 14:00 - 16:00
Halldóra Arnardóttir, Ph.D. listfræðingur og meðstjórnandi verkefnisins Listir og menning sem meðferð
Námskeiðið fer fram í rauntíma í fjarkennsluforritinu ZOOM.
Upplýsingar um þátttöku í ZOOM.

UPPLÝSINGAR UM ÁHRIF COVID-19 Á STARFSEMI EHÍ

Sífellt eru fleiri í samfélaginu sem hlúa verður að sérstaklega. Hér verður fjallað um Alzheimers-sjúkdóminn, aðferðir kenndar og dæmi skoðuð þar sem listir og menning hafa eflt hugann og aukið lífsgæði Alzheimers-sjúklinga, auk þess að stuðla að auknum skilningi í samfélaginu.

Á námskeiðinu verður fjallað um listir og menningu í samhengi við Alzheimers-sjúkdóminn. Kenndar verða aðferðir hugareflinga og nálganir til að auka lífsgæði og félagsleg samskipti út frá myndlist, bókmenntum, leikrænni tjáningu og kökugerð. Þegar er sannað að listir geta hjálpað fólki að finna sig í þjóðfélaginu og öðlast aukið öryggi í samfélagi við aðra. Eitt eðli lista er að hreyfa við tilfinningum manneskjunnar og örva hugmyndaflugið. Því verður fjallað um Alzheimers-sjúkdóminn út frá tilfinningaminni og lífssögu skjólstæðingsins.

Alzheimers-sjúkdómur er taugahrörnunararsjúkdómur sem veldur m.a. heilabilun og er gjarnan kallaður minnissjúkdómur. Þó sjúkdómurinn einkennist af minnisskerðingu, skertu skipulagi til athafna og máltruflun eru ýmsir þættir mannssálarinn óskaddaðir og því mögulegt fyrir þá sem greinst hafa með sjúkdóminn að halda virkni sinni í þjóðfélaginu.

Þótt hér sé fjallað um Alzheimers-sjúkdóminn er vissulega hægt að yfirfæra margar hugmyndirnar og þætti á aðra samfélagshópa.

Á námskeiðinu er fjallað um:

• Listir og menningu sem meðferð, sem leið til aukinna lífsgæða.
• Alzheimersjúkdóminn í tengslum við tilfinningaminni og sjálfsöryggi.
• Tengsl umhverfis og Alzheimers-sjúkdómsins.
• Hlutverk safna fyrir heilbrigðisgeirann; félagsleg samskipti og hugareflingu.

Ávinningur þinn:

• Geta tengt eigin reynslu við nýja þekkingu.
• Ígrunda orðræðu í tengslum við ólíka samfélagshópa.
• Þekkja aðferðir dregnar úr listum og umhverfinu sem leitt geta til aukinna lífsgæða.

Fyrir hverja:

Námskeiðið er öllum opið. Höfðað er sérstaklega til fagfólks á sviði heilbrigðis, lista og félagsvísinda. Aðstandendur einstaklinga með Alzheimers-sjúkdóminn eru líka velkomnir.

Kennsla:

Halldóra Arnardóttir, Ph.D. listfræðingur og meðstjórnandi verkefnisins Listir og menning sem meðferð. Undanfarin ár hefur hún sett upp sérsniðnar dagskrár fyrir einstaklinga með Alzheimers-sjúkdóminn í lista- og menningartengdum söfnum á Íslandi, unnið við sýningarstjórn og skrifað bækur um hönnun og arkitektúr.

Aðrar upplýsingar:

Nemendur þurfa ekki að undirbúa sig fyrir fyrsta tímann en æskilegt að hafa kynnt sér bókina Listir og menning sem meðferð. Íslensk söfn og alzheimer.

Styrkur
Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

0