Málþing: Dánaraðstoð og líknarmeðferð - Algjörar andstæður eða...?

Verð 6.000 kr

Málþing: Dánaraðstoð og líknarmeðferð - Algjörar andstæður eða...?

Verð 6.000 kr
Prenta
FULLBÓKAÐ. Biðlisti í síma 525 4444.
Nýtt
Fös. 21. sept. kl.13:00 - 17:00
Fyrirlesarar verða Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, lögfræðingur og þingmaður, Svanur Sigurbjörnsson, læknir og heimspekingur, Rob Jonquire, læknir og framkvæmdastjóri og Jan Bernheim, læknir og prófessor í læknasiðfræði. Málþinginu stýrir Jóna Fanney Friðriksdóttir stjórnunarráðgjafi.
Endurmenntun, Dunhaga 7.

Í samvinnu við Lífsvirðingu, félag um dánaraðstoð

Dánaraðstoð og líknandi meðferð er oft stillt upp sem andstæðum í stað þess að líta á þær sem órofa heild sem vinni saman með hag einstaklings í huga. Á málþinginu taka til máls sérfræðingar í dánaraðstoð frá Belgíu sem og Hollandi.
Málþingið fer fram bæði á íslensku og ensku.

DAGSKRÁ

Kl. 13:00 Málþing sett
Kl. 13:10 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir
- The right to die/Rétturinn til að deyja
Kl. 13:35 Reynslusaga
Kl. 13:45 Svanur Sigurbjörnsson
- Autonomous will and objective evaluation – should
physician-assisted dying go beyond the altruism of
hurried death of the dying?
/Sjálfræði og hlutlægt mat:
Ætti að leyfa dánaraðstoð öðrum en þeim deyjandi?
Kl. 14:15 Kaffi
Kl. 14:30 Rob Jonquire
- Euthanasia & palliative care, a chicken & egg problem?
How the Dutch solved it
/Dánaraðstoð og líknandi
meðferð, gátan um eggið og hænuna?: Hvernig
Hollendingar leystu það.
Kl. 15:10 Reynslusaga
Kl. 15:20 Jan Bernheim
- Euthanasia embedded in palliative care: The Belgian
experience
/Dánaraðstoð sem hluti af líknandi meðferð:
Reynsla Belgíu
Kl. 16:00 Panelumræður
Kl. 16:25 Samantekt og lokaorð

Dagskráin á prentvænu formi (pdf)

Fyrirlesarar:

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir
hefur verið Alþingismaður Suðvesturkjördæmis 2016–2017 og Reykjavíkurkjördæmis suður síðan 2017 og formaður þingflokks Pírata síðan 2017. Þórhildur Sunna er formaður laga- og mannréttindaráðs Evrópuráðsþingsins.
Hún er með BA-próf í alþjóða- og Evrópulögum frá Háskólanum í Groningen og MA-próf í mannréttindum og alþjóðlegum refsirétti frá Háskólanum í Utrecht.

Svanur Sigurbjörnsson er læknis- og heimspekimenntaður. Hann er sérmenntaður í lyflækningum og eiturefnafræðum og hefur starfað lengst af við heilsugæslu og á bráðamóttöku bæði hérlendis og í Bandaríkjunum. Hann á að baki nám í heimspeki og listum og fæst nú við skrif MA-ritgerðar í hagnýttri siðfræði við HÍ. Svanur er aðjúnkt í siðfræðikennslu við Læknadeild HÍ og formaður siðfræðiráðs Læknafélags Íslands frá árinu 2015. Hann sat í stjórn Siðmenntar árin 2005-2013 og kom á fót athafnaþjónustu Siðmenntar, auk fleiri starfa. Svanur talar sem óháður fagaðili á málþinginu.

Hollendingurinn
Rob Jonquire starfaði sem heimilislæknir frá 1972-1985. Árið 1999 tók hann að sér starf framkvæmdastjóra félagsins um dánaraðstoð í Hollandi (NVVE). Hann var í forystu í baráttunni fyrir sjálfsákvörðunarrétti fólks í Hollandi við setningu laga um dánaraðstoð þarlendis árið 2001. Rob hefur sinnt starfi framkvæmdastjóra World Federation of Right to Die Societies síðan 2008.

Prófessor
Dr. Jan Bernheim er krabbameinslæknir og prófessor emeritus í læknasiðfræði. Hann hefur birt yfir 100 alþjóðlega ritrýndar greinar um allt frá frumudauða og myndun hormónakrabbameins til umræðu um lífslok. Hann var einn af stofnendum samtakanna um líknandi meðferð á meginlandi Evrópu árið 1979. Jan vinnur við rannsóknir á myndun krabbameins, læknisfræðilegri siðfræði, lífslokamálum og gæðum lífs í rannsóknarteyminu End-of-Life Care Research Group við háskólann í Brussel og Liège.

Fundarstjóri er
Jóna Fanney Friðriksdóttir stjórnunarráðgjafi.

0