Lausnamiðuð nálgun

Verð snemmskráning 39.900 kr Almennt verð 43.900 kr

Lausnamiðuð nálgun

Verð snemmskráning 39.900 kr Almennt verð 43.900 kr
Prenta
Nýtt
Snemmskráning til og með 2. apríl
Mán. 12. og þri. 13. apríl kl. 8:30 - 12:30
Helga Þórðardóttir, félagsráðgjafi og fjölskylduþerapisti
Endurmenntun, Dunhaga 7.

Námskeiðið er ætlað öllum sem vilja gera breytingar á lífi sínu til hins betra eða finna leiðir til að ná langþráðum markmiðum.
Markmið námskeiðsins er að kynna þátttakendum árangursríka aðferð og ýmsar leiðir sem geta nýst til að hámarka árangurinn.

Lausnamiðuð nálgun er áhrifamikil, raunhæf og margreynd nálgun til jákvæðra breytinga fyrir einstaklinga, hópa og fyrirtæki.
Að beina athygli að lausnum (ekki vandamálum), framtíðinni (ekki fortíðinni) og því sem gengur vel (frekar en því sem gengur illa), leiðir til jákvæðra og raunsærra breytinga til árangurs.

Á námskeiðinu er fjallað um:

• Farið verður í helstu áhersluþætti lausnamiðaðrar hugmyndafræði og ýmis verkfæri kynnt til sögunnar „verkfærakassinn“.
• Þátttakendum gefst tækifæri til að skoða hvar þeir eru staddir, persónulega eða starfslega, með hliðsjón af löngun til breytinga.
• Unnið verður í hópum út frá hugmyndafræðinni.
• Áhersla á löngun til breytinga, trú á framfarir, styrkleika og fyrri sigra.

Ávinningur þinn:

• Að loknu námskeiðinu verður þér betur ljóst hvar þú ert staddur í lífi og/eða starfi og færð í hendurnar áhrifamikil tæki sem munu auka trú þína á að breytingar séu mögulegar.
• Þegar þú kemst út úr neikvæðum hugsunum þá getur þú betur gert þér grein fyrir hverju þú vilt breyta, hver framtíðarsýnin er og skilgreint raunhæf skref í átt að markmiðinu.

Fyrir hverja:

Námskeiðið er ætlað öllum þeim sem vilja breytingar á persónulegu lífi sínu eða starfi. Hentar vel einstaklingum, pörum eða starfshópum.

Kennsla:

Helga Þórðardóttir, MA félagsráðgjafi og fjölskylduþerapisti. Rekur LAUSN, fjölskyldumeðferð og ráðgjöf. Kennslustjóri MA- náms í fjölskyldumeðferð á vegum EHÍ.

Aðrar upplýsingar:

Fyrirvari
Ef óviðráðanlegar aðstæður, s.s. sóttvarnarreglur, koma í veg fyrir að hefðbundin kennsla geti farið fram í húsnæði Endurmenntunar á auglýstum námskeiðstíma verður brugðist við með því að:
Afæra námskeiðið og kynna skráðum þátttakendum nýjar dagsetningar með eins góðum fyrirvara og unnt er,
eða
Bkenna námskeiðið sem fjarnámskeið í gegnum ZOOM á áður auglýstum tíma.
Komi til ofangreindra breytinga fá skráðir þátttakendur allar nauðsynlegar upplýsingar sendar í tölvupósti og geta þeir þá tekið ákvörðun um skráningu sína í ljósi breyttra forsenda.

Styrkur
Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Umsagnir

Mjög gott og gagnlegt námskeið.
Virkilega áhugavert og gott námskeið, góð kennslufræði og frábær kennari.
Takk fyrir flott og uppbyggjandi námskeið.
0