Jólabókaflóðið með Druslubókum og doðröntum

Verð 34.100 kr

Jólabókaflóðið með Druslubókum og doðröntum

Verð 34.100 kr
Prenta
Þri. 26. jan. - 23. feb. kl. 20:00 – 22:00 (5x)
Guðrún Elsa Bragadóttir, Kristín Svava Tómasdóttir og Guðrún Lára Pétursdóttir. Allar hafa þær skrifað um bækur á vefsíðuna Druslubækur og doðrantar.
Endurmenntun, Dunhaga 7.

Jólabókaflóðið er leshringur þar sem við lesum saman nýleg skáldverk og ræðum sérkenni og inntak þeirra.

Á þessu fimm kvölda námskeiði er ætlunin að taka eitt skáldverk til umfjöllunar í hvert skipti. Tveimur höfundum verður boðið í heimsókn til að ræða við þátttakendur um verk sín. Kennarar munu leiða umræðuna og setja verkin í fræðilegt samhengi og síðan geta þátttakendur tekið þátt í umræðunni eins og þeim hentar.

Í fyrsta tíma verður fjallað um bókina
Ástin og aðrar hamfarir eftir Sigríði Hagalín.
Í öðrum tíma verður fjallað um
Hansdætur eftir Benný Sif Ísleifsdóttur.

Fyrir hverja:

Námskeiðið er fyrir allt áhugafólk um skáldskap og bókmenntir sem vill fá tækifæri til að lesa saman nýjar og áhugaverðar bækur. Engan grunn þarf í bókmenntafræði.

Kennsla:

Guðrún Elsa Bragadóttir, bókmenntafræðingur.
Kristín Svava Tómasdóttir, rithöfundur.
Guðrún Lára Pétursdóttir, bókmenntafræðingur.

Aðrar upplýsingar:

Fyrirvari
Ef óviðráðanlegar aðstæður, s.s. sóttvarnarreglur, koma í veg fyrir að hefðbundin kennsla geti farið fram í húsnæði Endurmenntunar á auglýstum námskeiðstíma verður brugðist við með því að:

Afæra námskeiðið og kynna skráðum þátttakendum nýjar dagsetningar með eins góðum fyrirvara og unnt er,
eða
Bkenna námskeiðið sem fjarnámskeið í gegnum ZOOM á áður auglýstum tíma.

Komi til ofangreindra breytinga fá skráðir þátttakendur allar nauðsynlegar upplýsingar sendar í tölvupósti og geta þeir þá tekið ákvörðun um skráningu sína í ljósi breyttra forsenda.


Styrkur
Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Mat þátttakenda

á mælikvarðanum 1 til 5
(4,83)

Umsagnir


Umsagnir ánægðra þátttakenda á fyrri námskeiðum Druslubóka og doðranta:

Vönduð og góð framsetning hjá kennurunum. Voru vel undirbúnar, gott skipulag!
Góð yfirferð yfir bækurnar og gaman að ræða þær í framhaldinu. Gaman að fá höfunda í heimsókn og heyra þeirra hlið á bókunum.
Undirbúningur og kennslugögn leiðbeinanda til fyrirmyndar. Frábært að hafa fleiri en einn leiðbeinanda.
Þær eru aldeilis frábærar þessar stelpur, vel skipulagðar og fróðar.
0