)
Mið. 17. og 24. feb. kl. 19:30 - 21:30
Mið. 3. og 10. mars kl. 19:30 - 21:30 (6x)
Upplýsingar um þátttöku í ZOOM.
Á þessu sex kvölda fjarnámskeiði verður hin magnaða saga og reynsla Írana sl. 100 ár rakin og metin. Námskeiðinu er skipt upp í þrjár lotur og fer kennslan fram tvö kvöld í janúar, tvö í febrúar og tvö í mars.
Í fyrstu lotu verður fjallað um Íran fram að byltingunni 1979, eða tímabil Pahlavi keisaradæmisins. Á þessum tíma voru metnaðargjarnar hugmyndir á lofti um að nútímavæða Íran að vestrænni fyrirmynd. Næsta lota fjallar svo um sjálfu byltinguna (1978-9) og þær miklu breytingar sem hún innleiddi. Siðasta lotan metur svo reynslu íslamska lýðveldisins fram til dagsins í dag. Fjallað verður um Ajax aðgerðina 1953, hvítu byltinguna 1963, hugmyndir Khomeini um stjórnarfar, íranska marxista og feminista og gíslatöku í bandaríska sendiráðinu í Tehran.
Einnig verða skoðaðar breytingar á íranska lagakerfinu sérstaklega hvað varðar stöðu kvenna og áhrif stríðsins við Írak. Að lokum verður kjarnorkuáætlun Írana skoðuð sem og menningarstarfsemi í landinu, t.d. kvikmyndagerð.
Til þess að fá enn betri innsýn í stjórnmálasögu landsins munu þátttakendur fá aðgang að og verða hvattir til að lesa ýmis frumgögn sem tengjast þessari sögu sem og að horfa á íranskar biómyndir.
Kennsla:
Dr. Magnús Þorkell Bernharðsson er prófessor í sögu Mið-Austurlanda við Williams College í Bandaríkjunum og gistikennari við Guðfræði- og trúarbragðafræðideild Háskóla Íslands.
Aðrar upplýsingar:
Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.
Mat þátttakenda
Umsagnir
Umsagnir ánægðra þátttakenda á fyrri námskeiðum Magnúsar Þorkels:
Mjög gott námskeið. Frábær kennari með yfirburða þekkingu og kemur námsefni vel til skila.
Mjög yfirgripsmikið og skýrt - Magnús gefur góða hugmynd af ástandinu án fordóma.
Vel skipulagt og ótrúlega mikil fræðsla á stuttum tíma. Kennarinn þekkir sögu og staðreyndir/atburði vel og gerir efnið ótrúlega lifandi og spennandi.
Stórkostlegt námskeið í alla staði og lærdómsríkt.
Einn besti og áhugasamasti kennari sem ég hef hlýtt á!