Jón Múli í 100 ár

Verð snemmskráning 18.500 kr Almennt verð 20.400 kr

Jón Múli í 100 ár

Verð snemmskráning 18.500 kr Almennt verð 20.400 kr
Prenta
Nýtt
Snemmskráning til og með 5. mars
Mán. 15. mars kl. 19:30 - 22:00 er kennsla á Dunhaga 7.
Sunnudaginn 21. mars eru tónleikar í Eldborg í Hörpu.
Sigurður Flosason, tónlistarmaður og aðstoðarskólameistari Menntaskóla í tónlist
Endurmenntun, Dunhaga 7 og Hörpu.

Í samstarfi við Stórsveit Reykjavíkur

Sveiflumeistari Ríkisútvarpsins og helsti söngdansahöfundur þjóðarinnar, Jón Múli Árnason, fæddist þann 31. mars 1921 og hefði því orðið 100 ára árið 2021.
Á þessu námskeiði kynnast þátttakendur manninum og listamanninum Jóni Múla til undirbúnings fyrir tónleika sem Stórsveit Reykjavíkur heldur til að heiðra minningu þessa merka manns.
Í námskeiðsgjaldi er innifalinn miði í úrvals sæti á tónleikana í Eldborg Hörpu.

Farið verður í gegnum ævi Jóns í grófum dráttum; æsku og uppvöxt, tónlistarnám, Ríkisútvarpið, jazzþætti, stjórnmál og fleira. Megin áhersla verður þó lögð á tónlist Jóns. Einnig verður rætt um stórsveitarformið, s.s. hvað einkennir slíka sveit og samsetningu hennar, og þátttakendur þannig leiddir inn í þennan tónlistarheim.

Á tónleikunum verða öll þekktustu lög Jón Múla flutt í nýjum útsetningum og munu fjölmargar stjörnur úr íslenskum söngheimi stíga á svið með Stórsveitinni.
Þátttakendum býðst að kaupa aukamiða á tónleikana á afsláttarkjörum.

Á námskeiðinu er fjallað um:

• Ævi og starfsferli Jóns Múla Árnasonar.
• Tónlist Jóns og samstarf hans við bróðurinn Jónas Árnason.
• Tónlistarheim stórsveita.
• Tónleika Stórsveitar Reykjavíkur í tilefni 100 ára afmælis Jóns Múla.

Kennsla:

Sigurður Flosason hefur verið atvinnutónlistarmaður í 40 ár. Hann er reyndur kennari, aðstoðarskólameistari Menntaskóla í tónlist og fagstjóri rytmískrar tónlistar í Listaháskóla Íslands.

Aðrar upplýsingar:

Fyrirvari
Ef óviðráðanlegar aðstæður, s.s. sóttvarnarreglur, koma í veg fyrir að hefðbundin kennsla geti farið fram í húsnæði Endurmenntunar á auglýstum námskeiðstíma verður brugðist við með því að:
Afæra námskeiðið og kynna skráðum þátttakendum nýjar dagsetningar með eins góðum fyrirvara og unnt er,
eða
Bkenna námskeiðið sem fjarnámskeið í gegnum ZOOM á áður auglýstum tíma.

Komi til ofangreindra breytinga fá skráðir þátttakendur allar nauðsynlegar upplýsingar sendar í tölvupósti og geta þeir þá tekið ákvörðun um skráningu sína í ljósi breyttra forsenda.

Styrkur
Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Mat þátttakenda

á mælikvarðanum 1 til 5
(4,9)

Umsagnir


Umsagnir ánægðra þátttakenda á fyrri námskeiðum Sigurðar:

1. flokks kennari, skemmtilegur og líflegur með hlýlega nærveru.

Frábært námskeið sem opnar leið inn í nýjan heim. Einstakur kennari!

Mjög skemmtilegt og fræðandi námskeið og margt sem kom á óvart.

Sigurði tekst gríðarlega vel að koma efninu til skila til leikmanna.
0