Vindorka - hvað, hvernig og hvers vegna?

Verð snemmskráning 48.900 kr Almennt verð 53.800 kr
Prenta
Nýtt
Snemmskráning til og með 9. nóvember
Mán. 19., mið. 21. og fös. 23. nóv. kl. 13:00 - 16:00 (3x)
Birta Kristín Helgadóttir umhverfis-og orkuverkfræðingur

Hversu stórar eru nútíma vindmyllur og hvernig má fanga orkuna úr vindinum? Hverju þarf að huga að í undirbúningi vindorkuverkefna? Hvar er best að setja upp vindmyllur? Þessu námskeiði er ætlað að veita yfirsýn yfir lykilþætti vindorkunnar og nýtingu hennar. Hvort sem þú ert að leita að almennri innsýn í heim grænnar orkunýtingar eða hefur þeim mun meiri áhuga á að kynnast vindorku hérlendis og erlendis þá er þetta námskeið tilvalinn upphafspunktur til þess.

Á námskeiðinu er fjallað um vindorku frá ólíkum sjónarhornum. Að mörgu er að huga við uppbyggingu vindorkugarða, sérílagi í nýju landslagi hér á Íslandi. Farið verður stuttlega yfir almenna kynningu á vindorku í upphafi námskeiðs. Fjallað verður um lykilþætti er snúa að tæknilegri hlið verkefna, undirbúning, hönnun o.þ.h.
Loks verða umhverfis- og samfélagsmálin tekin fyrir, þ.e. hvað þarf að hafa í huga við undirbúning verkefna með tilliti til áhrifa á nær- og fjærsamfélag, náttúru og vistkerfi. Hver er stefna sveitarfélaga gagnvart slíkri auðlindanýtingu, ef einhver er, og hvernig passar vindorkan þar inn.

Gert er ráð fyrir að námskeiðinu verði skipt upp í þrennt:
1) Inngangur og umræður um framtíð vindorku hérlendis og erlendis.
2) Tæknileg umfjöllun, skipulag og leyfi. Undirbúningur, hönnun, framkvæmd og rekstur.
3) Umhverfismál. Rannsóknir, umhverfisáhrif og samfélag.

Að auki fá þátttakendur sendar áhugaverðar greinar og annað efni sem tengist námskeiðinu til að lesa.

Á námskeiðinu er fjallað um:

• Vindorku – yfirlit yfir lykilþætti er snúa að verkefnum, undirbúningi, framkvæmd, rekstri og verklokum.
• Rannsóknir – staðarval, umhverfi, samfélag, hagkvæmni, o.fl.
• Skipulagsmál – undirbúningur, leyfi og skipulag vindorkugarða.
• Vindorku í öðrum löndum.
• Vindorku á Íslandi – spennandi verkefni og umræður um framtíð vindorku á Íslandi.

Ávinningur þinn:

• Öðlast almennan skilning á undirbúningi verkefna og mikilvægi þess að vanda vel til frá upphafi til enda.
• Grunnþekking á lykilþáttum er snúa að vindorku.
• Almenn innsýn inn í heim vindorkunnar.

Fyrir hverja:

Ætlað öllum þeim sem vilja kynnast viðfangsefninu eða bæta við núverandi þekkingu. Námskeiðið er sett upp með það að markmiði að vera aðgengilegt öllum sem eru áhugasamir um vindorku og vilja sækja sér grunnfróðleik um virkjun vindorku og öllu sem því fylgir.

Kennsla:

Birta Kristín Helgadóttir er umhverfis- og orkuverkfræðingur og hefur starfað á Orkusviði hjá EFLU verkfræðistofu frá haustinu 2014. Birta hefur undanfarin ár nánast eingöngu sinnt vindorkutengdum verkefnum. Þar ber t.d. að nefna frumhönnun og forathuganir ýmissa svæða víða um landið, stefnumótun sveitarfélaga, íbúakynningar á vindorkuverkefnum, samfélagskannanir vegna vindorkuverkefna og margt fleira.

0