Svansvottaðar byggingar – tækifæri og áskoranir

Verð snemmskráning 32.500 kr Almennt verð 35.800 kr

Svansvottaðar byggingar – tækifæri og áskoranir

Verð snemmskráning 32.500 kr Almennt verð 35.800 kr
Prenta
Nýtt
Snemmskráning til og með 2. maí
Þri. 12. maí kl. 8:30 - 12:30
Finnur Sveinsson, viðskipta- og umhverfisfræðingur auk gestafyrirlesara
Endurmenntun, Dunhaga 7.

Námskeiðið fjallar um áskoranir og tækifæri við hönnun og byggingu Svansvottaðra bygginga. Farið verður yfir hvað Svansvottun er og einnig hvernig hægt er að byggja umhverfisvænna með tilliti til íslenskra innviða og byggingarhefðar án þess að nauðsynlega sé verið að stefna á vottun.

Tæplega helmingur af kolefnisspori heimsins tengist framkvæmdum og byggingum á einhvern máta, jarðvinnu, framleiðslu byggingarefna, byggingu húsa, rekstri þeirra eða niðurrifi. Það má því segja að ef takast á við afleiðingar loftslagsbreytinga þá geti skipt sköpum að ná tökum á umhverfismálum í byggingariðnaði.

Á Íslandi hafa verið notuð tvö vistvottunarkerfi fyrir byggingar, alþjóðlega vistvottunarkerfið BREEAM og norræna umhverfismerkið Svanurinn. Opinberir aðilar, ríkið og Reykjavíkurborg hafa fyrst og fremst notað BREEAM. Fyrsta íbúðarhúsið sem fékk vistvottun á Íslandi var Brekkugata 2 í Urriðaholti sem fékk Svansvottun árið 2017.

Á námskeiðinu verður fjallað um hvers vegna ráðist var í að byggja vottað íbúðarhús, hverjar voru helstu áskoranir á þeirri vegferð, bæði á hönnunar- og byggingarstigi. Farið verður yfir helstu kröfur Svansins, hvernig þær eru leystar og hvaða lærdóm má draga af ferlinu og hvernig hægt væri að gera enn betur eða hagkvæmar í dag.
Þó svo að megináherslan sé á vottunarkerfið Svaninn þá verður einnig farið yfir einstakar lausnir sem miða að því að gera hús umhverfisvænni þó ekki sé nauðsynlega stefnt að vottun.
Að lokum verður bent á hvar nauðsynlegar upplýsingar er að finna til að auðvelda vistvænar framkvæmdir.

Á námskeiðinu er fjallað um:

• Af hverju á að byggja umhverfisvæn hús?
• Heilsu-, umhverfis- og kolefnisspor bygginga.
• Hvaða tegundir húsa er hægt að votta og af hverju?
• Strauma og stefnur varðandi vistvænar byggingar.
• Innivist og orkunýtni.
• Efnakröfur.
• Gæðakröfur.
• Kostnað.

Ávinningur þinn:

• Innsýn í hvað Svansvottun þýðir og hvað hægt er að gera án þess að fara alla leið í vottun.
• Getur leiðbeint viðskiptavinum í upphafi verks varðandi val á vottunarkerfi, kostnað og vöruval.
• Aukin þekking á hvað hafa skal í huga þegar ráðist er í
„vistvænar“ framkvæmdir.

Fyrir hverja:

Hönnuði bygginga; arkitekta, byggingarverkfræðinga, tæknifræðinga og aðra sem koma að hönnun bygginga auk hugsanlegra kaupenda vistvænna verkefna, s.s. fasteigna- og/eða sveitarfélög.

Kennsla:

Finnur Sveinsson er viðskipta- og umhverfisfræðingur og eigandi Brekkugötu 2 sem er fyrsta Svansvottaða húsið á Íslandi. Hann vinnur sem umhverfisráðgjafi og hefur komið að öllum Svansvottunar byggingar- eða endurbótaverkefnum sem eru komin á framkvæmdarstig hérlendis.

Aðrar upplýsingar:

Kennari er að ljúka við gerð skýrslu um reynsluna af því að byggja fyrsta Svansvottaða íbúðarhúsið. Skýrslan verður vonandi komin út um áramótin 2019/2020. Gott er fyrir þátttakendur að vera búnir að fletta í gegnum skýrsluna fyrir námskeiðið.

0