Náttúra Íslands - Líffræði

Verð 119.000 kr

Náttúra Íslands - Líffræði

Verð 119.000 kr
Prenta
Kennt er þri. og fim. kl. 16:10 - 19:55 frá 28. mars - 17. apríl nema síðasta kennsludag sem er mið. Námskeiðinu lýkur með heimaprófi 26. - 28. apríl.

UMSÓKNARFRESTUR TIL OG MEÐ 26. MARS 2019
Edda Elísabet Magnúsdóttir, líffræðingur, Dr. Halldór Pálmar Halldórsson, sjávarlíffræðingur, Rannveig Thoroddsen, grasafræðingur, Guðni Guðbergsson, fiskifræðingur og Jónas P. Jónasson, sjávarlíffræðingur.
Endurmenntun, Dunhaga 7.

Námskeiðið fellur undir námsbrautina Leiðsögunám á háskólastigi. Inntökuskilyrði eru stúdentspróf eða sambærileg menntun. Námskeiðið, sem mögulegt er að taka hvort sem er í staðnámi eða fjarnámi, er metið til 6 ECTS eininga á grunnstigi háskóla.

Fjallað verður um lífríki Íslands, uppruna, einkenni og sérstöðu. Farið verður í helstu flokka plantna og kjörsvæði þeirra og fjallað um þróun gróðurfars hér á landi í gegnum jarðsögu landsins. Jafnframt er fjallað um hlutverk landhnignunar í gróðurfarssögu landsins og veitt innsýn í sögu landgræðslu og skógræktar. Enn fremur verður farið í ýmsar nytjar plantna til matar, lyfjagerðar eða annars.
Fjallað verður um íslensk húsdýr, innflutning þeirra og nýtingu í gegnum aldirnar, sem og villt spendýr á og við landið, veiðar þeirra og nýtingu. Áhersla verður lögð á fuglalíf á Íslandi, tegundir og kjörsvæði, og helstu fiskistofna ásamt fiskveiðum og þróun þeirra.

Frekari upplýsingar
Hulda Mjöll Hauksdóttir, verkefnastjóri námsins, netfang: hulda@hi.is, sími: 525-4924. Hulda er með viðtalstíma alla virka daga frá kl. 9:30 til 11:30.

0