Vertu úlfur í Þjóðleikhúsinu - Saga um baráttu við hugann, brjálæði og upprisu
Vertu úlfur í Þjóðleikhúsinu - Saga um baráttu við hugann, brjálæði og upprisu
)
Sun. 28. feb. kl. 20:00, sýning í Þjóðleikhúsinu og umræður á eftir.
UPPLÝSINGAR UM ÁHRIF COVID-19 Á STARFSEMI EHÍ
Í samstarfi við Þjóðleikhúsið
Þjóðleikhúsið hefur nú sýningar á einleiknum Vertu úlfur. Verkið er byggt á bók Héðins Unnsteinssonar sem vakti verðskuldaða athygli og var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Fjallað er hispurslaust um baráttuna við geðsjúkdóma út frá sjónarhóli manns sem í senn glímir við geðraskanir og starfar innan stjórnsýslunnar á sviði geðheilbrigðismála. Þetta er nærgöngul, ögrandi og "sturluð" sýning og bjóða
Þjóðleikhúsið og Endurmenntun upp á námskeið um verkið og uppsetninguna.
Miði á leiksýningu er innifalinn í námskeiðsgjaldi. Þátttakendum býðst að kaupa aukamiða á afsláttarkjörum.
Athugið að uppsetningin er sérstaklega sniðin að gildandi samkomutakmörkunum.
Vertu úlfur! hrífur okkur með í brjálæðislegt ferðalag um hættulega staði hugans inn í veröld stjórnleysis og örvæntingar og aftur til baka. Við fáum innsýn í baráttu manns sem tekst að brjótast út úr vítahringnum og nær að snúa sinni skelfilegustu reynslu upp í þann styrk sem þarf til að breyta öllu kerfinu.
Leikgerð Unnar Aspar Stefánsdóttur, leikstjóra sýningarinnar, er byggð á nýlegri sjálfsævisögulegri frásögn Héðins Unnsteinssonar Vertu úlfur. Aðstandendur leiksýningarinnar hafa einnig leitað fanga í öðrum verkum eftir Héðin, og má þar nefna ýmsar blaðagreinar hans, svo sem greinina “Andrúmsloft á geðdeildum”, ljóð, fyrirlestra og viðtöl.
Bókin Vertu úlfur: wargus esto kom út árið 2015 og vakti mikla athygli. Þar fjallar Héðinn Unnsteinsson á opinskáan hátt um baráttu sína við geðrænar áskoranir eftir að hafa greinst með geðhvörf sem ungur maður. Héðinn rekur þar sögu sína; baráttumannsins sem tekst að brjótast út úr vítahringnum og nær að snúa sinni skelfilegustu reynslu upp í þann styrk sem þarf til að breyta kerfinu. Héðinn hefur um árabil starfað við stefnumótunarmál í geðheilbrigðismálum og er í dag formaður Geðhjálpar.
Dagskrá námskeiðs:
• Fyrirlestrarkvöld miðvikudaginn 24. febrúar kl. 20:00 - 22:00. Fyrirlesarar eru þau Héðinn Unnsteinsson og Unnur Ösp Stefánsdóttir.
• Leiksýning í Þjóðleikhúsinu föstudaginn 26. febrúar kl. 20:00.
Umræður með þátttöku listrænna aðstandenda sýningarinnar í lokin.
Frekari upplýsingar um sýninguna má sjá HÉR
Aðrar upplýsingar:
Fyrirvari
Ef óviðráðanlegar aðstæður, s.s. sóttvarnarreglur, koma í veg fyrir að hefðbundin kennsla geti farið fram í húsnæði Endurmenntunar á auglýstum námskeiðstíma verður brugðist við með því að:
A – færa námskeiðið og kynna skráðum þátttakendum nýjar dagsetningar með eins góðum fyrirvara og unnt er,
eða
B – kenna námskeiðið sem fjarnámskeið í gegnum ZOOM á áður auglýstum tíma.
Komi til ofangreindra breytinga fá skráðir þátttakendur allar nauðsynlegar upplýsingar sendar í tölvupósti og geta þeir þá tekið ákvörðun um skráningu sína í ljósi breyttra forsenda.
Styrkur
Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.