CarbFix og kolefnishringrásin
- Örfyrirlestur fyrir Leiðsögn, stéttarfélag leiðsögumanna

Verð 3.000 kr

CarbFix og kolefnishringrásin
- Örfyrirlestur fyrir Leiðsögn, stéttarfélag leiðsögumanna

Verð 3.000 kr
Prenta
Nýtt
Mið. 21. og 28. okt. kl. 16:00 - 17:30.
Námskeiðið er aðeins fyrir félagsmenn Leiðsagnar ATH. bókin Kolefnishringrásin er innifalin í verði.
Sigurður Reynir Gíslason, rannsóknarprófessor við Háskóla Íslands og einn stofnanda og forsvarsmanna CarbFix-verkefnisins
Námskeiðið fer fram í rauntíma í fjarkennsluforritinu ZOOM.
Upplýsingar um þátttöku í ZOOM. Einnig verður upptaka af fyrirlestrinum send á netfang þátttakenda. Upptakan verður aðgengileg í eina viku eftir að fyrirlestrinum lýkur.

Lokað fyrir skráningar

UPPLÝSINGAR UM ÁHRIF COVID-19 Á STARFSEMI EHÍ

Íslenska verkefnið CarbFix hefur vakið gríðarlega athygli jafnt innanlands og utan enda um að ræða verkefni sem markar tímamót í loftslagsmálum. Aðferð CarbFix felst í því að fanga koldvíoxíð í andrúmsloftinu og dæla því í berglög þar sem náttúruleg ferli umbreyta því í stein. Sigurður Reynir Gíslason, einn stofnenda og forsvarsmanna CarbFix-verkefnisins, fer yfir þetta byltingarkennda verkefni, aðferðafræðina og mikilvægi þess í baráttunni við loftslagsvána á tveimur fyrirlestrum fyrir félagsmenn í Leiðsögn.

Nánar um CarbFix-verkefnið:

Allt kolefni við yfirborð jarðar er ættað úr bergi. Kolefnið ferðast úr einum stað í annan og dvelst mislengi á hverjum stað, lengi í bergi og sjó en stutt í lífverum og andrúmslofti. Kolefnishringrásin og gróðurhúsaáhrifin hafa temprað loftslag á jörðinni mest alla jarðsöguna. Maðurinn hefur hraðað þessari hringrás kolefnis stórkostlega frá iðnbyltingu og mest með bruna lífrænna orkugjafa og losun koldíoxíðs (CO2) til andrúmslofts.

Í október 2018 birti Loftslagsnefnd Sameinuðu þjóðanna sviðsmyndir af því hvernig draga megi úr losun koldíoxíðs til andrúmslofts þannig að lofthiti hækki ekki meira en 1,5°C frá því fyrir iðnbyltingu. Minnka verður losun koldíoxíðs og auka bindingu þess þannig að losun og binding koldíoxíðs verði jafnmiklar árið 2050. Flest bendir til að þetta gangi ekki nógu hratt fyrir sig, og verður þá að hreinsa koldíoxíð beint úr andrúmslofti og binda það í jarðlögum með ærnum kostnaði.

Koldíoxíð hefur verið fangað úr jarðgasi og útblæstri orkuvera allt frá árinu 1996, skilið frá öðrum gastegundum, þjappað þar til það verður að vökva og dælt niður í setlög þar sem það binst í aldir til milljónir ára. Árið 2012 náði CarbFix rannsóknahópurinn að þróa nýja aðferð til að binda koldíoxíð úr útblæstri Hellisheiðarvirkjunar. Koldíoxíðið er leyst í vatni sem hvarfast við berg djúpt í jörðu og myndar steindir. Koldíoxíðið er þá „steinrunnið“. Með þessari aðferð mætti binda allt koldíoxíð sem losnar fá stóriðju og orkuverum á Íslandi.

Árið 2017 hóf CarbFix hópurinn samstarf við svissneska fyrirtækið Climeworks um að fanga koldíoxíð beint úr andrúmslofti við Hellisheiðarvirkjun. Það er síðan sett í CarbFix strauminn og endar sem steinn á um 700-2000m. dýpi. Þetta hefur aldrei verið gert áður. Climeworks og dótturfyrirtæki Orkuveitu Reykjavíkur, On Power og CarbFix fyrirtækið, skrifuðu undir samstarfssamning í ágúst sl. um að fanga allt að 5.000 tonn koldíoxíðs árlega beint úr andrúmslofti og „steinrenna“ í bergi á Hellisheiði. Ef jarðarbúar lenda í því að hreinsa andrúmsloft vegna „yfirskots“ á seinnihluta þessarar aldar, þá gæti hlutverk Íslands orðið töluvert í þeirri aðgerð.

Kennsla:

Sigurður Reynir Gíslason varð stúdent frá menntaskólanum við Tjörnina 1977, lauk BS prófi í jarðfræði frá Háskóla Íslands 1980, meistaraprófi og loks doktorsprófi í jarðefnafræði frá Johns Hopkins háskólanum í Bandaríkjunum árið 1985. Síðan þá hefur hann starfað við Háskóla Íslands. Rannsóknarhópur hans hefur kannað bindingu kolefnis í bergi og hlutverk veðrunar basalts í kolefnishringrás Jarðarinnar. Sigurður er forseti Evrópusambands jarðefnafræðinga og einn stofnenda og forsvarsmanna CarbFix verkefnisins. Sigurður hlaut Patterson verðlaunin frá Jarðefnafræðisamtökum Bandaríkjanna árið 2018 fyrir tímamótarannsóknir á bindingu koldíoxíðs í bergi og á áhrifum eldgosa á umhverfið. Í upphafi þessa árs sæmdi forseti Íslands hann Fálkaorðu fyrir rannsóknir á jarðfræði Íslands og kolefnisbindingu í bergi.

Aðrar upplýsingar:

Bók Sigurðs Reynis, Kolefnishringrásin (gefin út af Hinu íslenska bókmenntafélagi 2012), er innifalin í verði. Skráðir þátttakendur eru beðnir um að nálgast bókina á þjónustuborði Endurmenntunar HÍ.

0