Spænska II

Verð snemmskráning 35.400 kr Almennt verð 39.000 kr

Spænska II

Verð snemmskráning 35.400 kr Almennt verð 39.000 kr
Prenta
FULLBÓKAÐ. Biðlisti í síma 525 4444.
Snemmskráning til og með 31. janúar
Mið. og mán. 10. feb. - 1. mars kl. 17:00 - 19:00 (6x)
Steinunn Björk Ragnarsdóttir, MA í spænsku
Endurmenntun, Dunhaga 7.

UPPLÝSINGAR UM ÁHRIF COVID-19 Á STARFSEMI EHÍ

Markmiðið er að þátttakendur öðlist færni í rituðu sem mæltu máli og byggi upp hagnýtan orðaforða og málfræðiþekkingu sem nýtist þeim í daglegu lífi.

Á námskeiðinu er fjallað um:

• Helstu málfræðiatriði spænskunnar.
• Farið yfir hagnýtan orðaforða.
• Menningu spænskumælandi landa.

Ávinningur þinn:

• Aukinn skilningur í spænsku og geta til að tjá sig.
• Frekari orðaforði sem tengist daglegu lífi og nýtist í ferðum um hinn spænskumælandi heim.
• Aukin geta til að eiga samskipti við spænskumælandi fólk.

Fyrir hverja:

Hentar þeim sem lokið hafa Spænsku I og þeim sem hafa grunnkunnáttu í spænsku.

Aðrar upplýsingar:

Fyrirvari
Ef óviðráðanlegar aðstæður, s.s. sóttvarnarreglur, koma í veg fyrir að hefðbundin kennsla geti farið fram í húsnæði Endurmenntunar á auglýstum námskeiðstíma verður brugðist við með því að:
A – færa námskeiðið og kynna skráðum þátttakendum nýjar dagsetningar með eins góðum fyrirvara og unnt er,
eða
B kenna námskeiðið sem fjarnámskeið í gegnum ZOOM á áður auglýstum tíma.

Komi til ofangreindra breytinga fá skráðir þátttakendur allar nauðsynlegar upplýsingar sendar í tölvupósti og geta þeir þá tekið ákvörðun um skráningu sína í ljósi breyttra forsenda.

Styrkur
Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Mat þátttakenda

á mælikvarðanum 1 til 5
(5,00)

Umsagnir

Gott skipulag, vel nýttur tími, mjög góður fræðari, vel að sér um margt.
Mjög góður kennari og góð umsögn.
Málfræði skýrð vel út og það gert skemmtilega. Steinunn er skemmtilegur og lifandi kennari.
0