Stærðfræði fyrir nýnema á Verkfræði- og náttúruvísindasviði

Verð 43.900 kr

Stærðfræði fyrir nýnema á Verkfræði- og náttúruvísindasviði

Verð 43.900 kr
Prenta
Kennsla hefst mið. 8. ágúst kl. 16:30. Kennt er 8., 9., 13., 14., 15. og 16. ágúst kl. 16:30 - 19:30. Kennt er 20. og 21. ágúst kl. 16:30 - 20:00 (8x).
Kennari er Eggert Karl Hafsteinsson, BS í hagnýtri stærðfræði. Umsjón með námskeiðinu hefur Benedikt Magnússon, lektor.
Endurmenntun, Dunhaga 7.

Í samstarfi við Raunvísindadeild Háskóla Íslands

Ætlað þeim sem telja sig þurfa að rifja upp og/eða kynna sér betur námsefni í stærðfræðinámi náttúrufræði- og eðlisfræðibrauta í framhaldsskólum.

Á námskeiðinu er fjallað um:

• Mengjafræði
• Tölur og talnamengi
• Jöfnur og ójöfnur
• Margliður
• Veldi og rætur
• Lógariþma
• Hnitakerfi
• Jöfnur hrings og línu
• Horn og hornastærðir
• Varpanir og föll
• Diffrun
• Heildun
• Runur og raðir

Ávinningur þinn:

Góður undirbúningur fyrir nám á háskólastigi.

Aðrar upplýsingar:

Mælt er með því að þátttakendur hafi með sér kennslubækur úr framhaldsskóla eða þær bækur sem þeir hyggjast nota á haustmisseri 2018.

Mat þátttakenda

á mælikvarðanum 1 til 5
(4,59)

Umsagnir

Þetta námskeið hefur hjálpað mér gríðarlega. Bæði reikningslega en líka hvað varðar sjálfstraust inn í HÍ.

Mjög sátt með þetta námskeið. Frábær upprifjun.

Þetta var rosalega gott undirbúningsnámskeið. Kom manni alveg í lærdómsgírinn.

Þetta var afbragðsnámskeið.
0