Akademísk vinnubrögð

Verð 32.400 kr

Akademísk vinnubrögð

Verð 32.400 kr
Prenta
Kennt er mið. 7., fim. 8., mán. 12., þri. 13., mið. 14. og fim. 15. ágúst kl. 16:15 - 19:00 (6x)
Kristín Birna Jónasdóttir, náms- og starfsráðgjafi, Kristín Á. Ólafsdóttir, aðjúnkt við Menntavísindasvið HÍ, Henry Alexander Henrysson, Phd í heimspeki og Ásdís A. Arnalds, MA í félagsfræði og verkefnisstjóri á félagsvísindastofnun HÍ
Endurmenntun, Dunhaga 7.

Ætlað öllum sem eru að hefja háskólanám og öðrum sem vilja bæta sig í akademískum vinnubrögðum.

Veitt er þjálfun í vinnubrögðum og grundvallaraðferðum sem öllum er nauðsynlegt að tileinka sér í háskólanámi.

Á námskeiðinu er fjallað um:

• Uppbyggingu og frágang ritgerða, framsöguerinda og rannsóknarverkefna.
• Málfar og stíl.
• APA kerfið við heimildanotkun og tilvísanir og glósu- og námstækni.
• Flutning talaðs máls.
• Gagnrýna hugsun og rökvísa framsetningu.

Fyrir hverja:

Námskeiðið er ætlað fólki sem er að hefja háskólanám eða taka upp þráðinn eftir námshlé.

Mat þátttakenda

á mælikvarðanum 1 til 5
(4,46)

Umsagnir

Gott að fá tækifæri til að koma sér í gírinn og skapa tilhlökkun fyrir verkefni/námi vetrarins. Námsefnið vakti mann upp þannig og dustaði rykið af heilabúinu.

Hér var mörgum spurningum svarað sem mig vantaði svör við. Frábærir kennarar.

Þetta námskeið gerði mjög mikið fyrir mig. Ég tel mig vera mun betur undirbúna fyrir komandi nám, hvað varðar verkefni og vinnubrögð.

Gott og opið viðhorf allra fyrirlesara var til fyrirmyndar. Mikil áhersla var lögð á opið umhverfi fyrir spurningar og umræðu sem skapaði gott, vinalegt andrúmsloft. Hef ekkert slæmt að segja um námskeiðið.
0