)
UPPLÝSINGAR UM ÁHRIF COVID-19 Á STARFSEMI EHÍ
Markmið námskeiðisins er að hjálpa þátttakendum að tjá sig í daglegum samskiptum.
Á námskeiðinu er fjallað um:
• Grunnatriði í málfræði eins og setningarfræði, nafnorð, greinir, lýsingarorð og sagnorð.
• Grunnatriði í ítalskri hljóðfræði og framburði.
Ávinningur þinn:
• Þú lærir að tala um nýlega fortíð þína.
• Þú lærir að tala um verkefni þín í framtíðinni.
• Þú lærir um ítalska menningu.
Fyrir hverja:
Námskeiðið er ætlað þeim sem hafa sótt námskeiðið Ítalska I ( hét áður Ítalska fyrir byrjendur) eða hafa grunnþekkingu í ítalskri málfræði og tjáningu.
Kennsla:
Maurizio Tani hefur verið stundakennari við HÍ síðan 2001. Hann hefur langa reynslu af því að kenna ítölsku. Hann er með MA í menningarfræði, BA í ítölsku málvísindum og menningu og einnig er hann með diplómu í ítölsku kennslufræðum. Hann hefur gefið út margar rannsóknir og bækur.
Aðrar upplýsingar:
Fyrirvari
Ef óviðráðanlegar aðstæður, s.s. sóttvarnarreglur, koma í veg fyrir að hefðbundin kennsla geti farið fram í húsnæði Endurmenntunar á auglýstum námskeiðstíma verður brugðist við með því að:
A – færa námskeiðið og kynna skráðum þátttakendum nýjar dagsetningar með eins góðum fyrirvara og unnt er,
eða
B – kenna námskeiðið sem fjarnámskeið í gegnum ZOOM á áður auglýstum tíma.
Komi til ofangreindra breytinga fá skráðir þátttakendur allar nauðsynlegar upplýsingar sendar í tölvupósti og geta þeir þá tekið ákvörðun um skráningu sína í ljósi breyttra forsenda.
Styrkur
Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.
Mat þátttakenda
Umsagnir
Frábær þjálfun í tali.
Mjög ánægð með kennarann og námskeiðið í heild sinni.
Gott, mikil talþjálfun.
Frábært hvað var farið yfir mikið.