Qigong lífsorkan

Verð snemmskráning 33.600 kr Almennt verð 37.000 kr

Qigong lífsorkan

Verð snemmskráning 33.600 kr Almennt verð 37.000 kr
Prenta
Snemmskráning til og með 12. janúar
Mið. 22. jan., mán. 27. jan. og mið. 29. jan. kl. 17:10 - 19:30 (3x)
Þorvaldur Ingi Jónsson
Endurmenntun, Dunhaga 7.

Qigong lífsorku-æfingarnar hafa verið stundaðar í Kína í yfir 5000 ár. Æfingarnar byggja á djúpri öndun, hugleiðslu og hreyfingu. Æfingarnar opna á orkubrautir og losa um andlega og líkamlega spennu. Æfingarnar og hugleiðslan eru ein besta leiðin til að viðhalda heilsu og lífsgleði.

Qi (Chi) er hrein tær orka í allri náttúrunni – frumaflið - lífsorkan. Qigong æfingar og hugleiðsla hafa góð áhrif á líkama og sál, draga úr líkum á kvíða og kulnun. Þær byggja upp jákvætt hugarfar og styrk til að standa óhrædd með okkur í dagsins önn. Æfingarnar eru einfaldar þannig að allir geta notið þeirra. Ástundun Qigong hefur góð áhrif á samskipti, eykur hugarró og einbeitingu.

Á námskeiðinu er fjallað um:

• Í upphafi hvers tíma er fyrirlestur um Qigong æfingar, hugarfar og lífsviðhorf.
• Í fyrsta tíma verður farið vel yfir áhrifamátt hverrar æfingar.
• Losun á spennu og opnun á orkubrautir líkamans.
• Hvernig við hlöðum okkar innri batterí og styrkjum lykil líffæri líkamans.
• Áhrifamátt Qigong til núvitundar - leið til virkara innsæis og einbeitingar.
• Qigong er ekki íþrótt – heldur lífsmáti. Viðheldur góðri lífsorku og eflir jákvæða lífsafstöðu.
• Kennari leiðir Qigong lífsorku-æfingarnar og lýsir áhrifamætti þeirra.

Ávinningur þinn:

• Þekking og kunnátta til að stunda Qigong lífsorkuæfingar.
• Aukin orka og styrkur.
• Djúp slakandi og nærandi öndun.
• Spennulosun og opnun á orkubrautir líkamans.
• Eflir jákvæðni, samkennd og núvitund.
• Aukin einbeiting og viljastyrkur.

Fyrir hverja:

Fyrir alla þá sem vilja auka lífsorku og jákvæðar tilfinningar. Opna betur á orkubrautir líkamans, styrkja bæði andlega og líkamlega heilsu. Minnka stress og líkur á kulnun og kvíða. Auka einbeitingu og samskiptahæfni.

Kennsla:

Þorvaldur Ingi Jónsson, viðskiptafræðingur með meistarapróf í stjórnun og stefnumótun. Hann hefur haldið fjölda námskeiða, m.a. um jákvæða þjónandi leiðtogastjórnun. Þorvaldur hefur undanfarin ár stundað Qigong lífsorkuæfingar, sótt námskeið hjá mörgum Qigong meisturum, leitt og kennt Qigong lífsorkuæfingar.

Mat þátttakenda

á mælikvarðanum 1 til 5
(4,92)

Umsagnir

Mjög traustur, fróður og skemmtilegur kennari.
Góðar og gagnlegar æfingar sem geta hjálpað okkur öllum.
Skemmtilegt og fræðandi námskeið.
Námskeið stóð undir væntingum, fullur orku og gleði eftir tíma.
0