Þín eigin saga

Verð snemmskráning 38.900 kr Almennt verð 42.800 kr

Þín eigin saga

Verð snemmskráning 38.900 kr Almennt verð 42.800 kr
Prenta
Nýtt
Snemmskráning til og með 29. febrúar
Þri. og fim. 10. -19. mars kl. 17:30 - 19:30 (4x)
Ævar Þór Benediktsson, rithöfundur og leikari
Endurmenntun, Dunhaga 7.

Þín eigin-bækur Ævars Þórs Benediktssonar, þar sem lesandinn ræður ferðinni, er vinsælasta íslenska barnabókaröð síðari ára.
Á þessu námskeiði ætlar Ævar Þór að fá til sín börn (8-16 ára) og fullorðna saman og leiðbeina þeim með að búa til gagnvirkar sögur þar sem allt getur gerst.

Á námskeiðinu verður farið yfir ferlið frá því að hugmynd fæðist þar til hún er komin niður á blað. Fjallað verður um hvernig persónur verða til, hvernig hægt er að skapa sína eigin heima og hvernig farið er að því að búa til Þín eigin-bók. Ekki þarf að hafa áhyggjur af því að hafa aldrei skrifað sögu áður; það býr höfundur í öllum og á þessu námskeiði er ætlunin að hleypa honum út.

Á þessu námskeiði ætlar Ævar Þór að fá til sín börn og fullorðna saman og leiðbeina þeim með að búa til gagnvirkar sögur þar sem allt getur gerst. Gert er ráð fyrir að foreldrar/forráðamenn og börn vinni í pörum og því er námskeiðið ekki ætlað einstaklingum.

Í lok námskeiðisins verða til glóðvolgar og glænýjar Þín eigin-sögur.
Háskólaprent mun setja upp sögurnar í eina bók og prenta eftir að námskeiði lýkur. Innifalið í námskeiðsgjaldi er prentun einnar bókar. Hægt verður að kaupa prentun fleiri eintaka ef vilji er til þess.

Á svipuðum tíma og námskeiðið fer fram verður Þitt eigið leikrit sýnt í Þjóðleikhúsinu. Þátttakendur á námskeiðinu eiga þess kost að kaupa miða á leikritið á tilboðsverði.

Á námskeiðinu er fjallað um:

• Sköpun sögu.
• Sköpunargleði.
• Hugmyndaúrvinnslu.
• Samverustundir.

Ávinningur þinn:

• Þú býrð til eitthvað úr engu – það er ekkert betra til.
• Þú lærir að hugmyndir eru það verðmætasta sem til er.
• Þú færð bók með Þín eigin sögum.

Fyrir hverja:

Þetta námskeið er fyrir fullorðna og börn sem hafa áhuga á að gefa út bók eða skrifa sögu. Námskeiðið er eingöngu ætlað foreldrum/forráðamönnum sem mæta með barn sitt.

Kennsla:

Ævar Þór Benediktsson er leikari og rithöfundur. Hann hefur unnið til fjölda verðlauna og viðurkenninga fyrir bækur sínar og sjónvarpsþætti en finnst samt skemmtilegast af öllu að rölta um bókabúðir og uppgvöta nýjar bækur. Hann er með vefsíðu á www.aevarthor.com ef þú vilt vita eitthvað meira um hann.

Aðrar upplýsingar:

Foreldri eða forráðamaður greiðir eitt námskeiðsgjald fyrir sig og eitt barn til þátttöku á námskeiðinu.

Þátttakendur þurfa að hafa með sér fartölvu eða stílabók og skriffæri. Þá er gott að næla sér í eina Þín eigin-bók að eigin vali á næsta bókasafni eða bókabúð og renna yfir hana í rólegheitum.

0