Húmor og aðrir styrkleikar

Verð snemmskráning 30.900 kr Almennt verð 34.000 kr

Húmor og aðrir styrkleikar

Verð snemmskráning 30.900 kr Almennt verð 34.000 kr
Prenta
Snemmskráning til og með 22. maí
Þri. 1. og mið. 2. júní kl. 17:00 - 19:30
Edda Björgvinsdóttir, leikkona, MA í menningarstjórnun og diplóma í jákvæðri sálfræði
Endurmenntun, Dunhaga 7.

UPPLÝSINGAR UM ÁHRIF COVID-19 Á STARFSEMI EHÍ

Rannsóknir sýna að þeir einstaklingar sem fá tækifæri á að nýta styrkleika sína í leik og starfi á hverjum degi, tengjast tilfinningum sínum betur og eru virkari og orkumeiri í vinnunni. Hamingjan eykst og árangur batnar. Einstaklingar sem vinna með styrkleika sína upplifa mun betri  lífsgæði almennt. Húmor er einn af fjölmörgum styrkleikum manneskjunnar og er óumdeilanlega afar mikilvægur þáttur í þroskaferli hvers og eins og vegur að auki þungt þegar kemur að því að draga úr streitu og hjálpa manneskjunni að blómstra.

Styrkleikar okkar drífa okkur áfram og eru manneskjunni jafn eðlilegir og það að draga andann. Staðreyndin er samt sú að aðeins einn þriðji einstaklinga hefur góðan skilning á því hverjir styrkleikar þeirra eru og að allir hafi tilhneigingu til að vera að einhverju leyti blindir á eigin styrkleika. Það sem við græðum á því að þekkja og nota styrkleika okkar er að við öðlumst betri sjálfsvitund og þekkingu á því hvað fyllir okkur eldmóði og orku og vellíðan okkar og hamingja eykst.

Húmor í öllum sínum fjölbreytileika er viðfangsefnið á þessu námskeiði.

Á námskeiðinu er fjallað um:

• Hverjir eru styrkleikar mínir.
• Hverjir eru styrkleikar annarra.
• Hvernig er ég að nýta styrkleika mína.
• Hvernig get ég nýtt styrkleika mína betur.
• Styrkleikann húmor sem er afar gleðiaukandi og nauðsynlegt er að skoða allar hliðar á húmor.

Húmor er sá styrkleiki sem dregur hvað mest úr streitu.

Ávinningur þinn:

• Færni í að koma auga á eigin styrkleika og annarra.
• Aukin sjálfsþekking og vellíðan.
• Ótal tæki og tól til að bæta samstarf, auka sveigjanleika, gleði og afköst, ekki síst húmor sem er einstaklega gott samskiptatæki.

Fyrir hverja:

Styrkleikavinna er öllum mikilvæg. Styrkleikaþjálfun ætti að fara fram heima til að styrkja fjölskylduböndin. Á vinnustöðum er einstaklega áhrifaríkt að vinna með styrkleika til að bæta starfsanda.

Kennsla:

Edda Björgvinsdóttir lauk leiklistarnámi frá Leiklistarskóla Íslands og meistaranámi í menningarstjórnun frá Háskólanum á Bifröst. Hún hefur einnig lokið diplómu á meistarastigi í jákvæðri sálfræði frá ENDURMENNTUN HÍ. Edda hefur víðtæka reynslu af námskeiðs- og fyrirlestrarhaldi af ýmsum toga.

Aðrar upplýsingar:

Á námskeiðinu eru íslensku Styrkleikakortin notuð. Þau eru afar öflugt tæki til að hjálpa okkur að greina og nýta styrkleika okkar.
Styrkleikakortin eru innifalin í námskeiðsgjaldi.

Fyrirvari
Ef óviðráðanlegar aðstæður, s.s. sóttvarnarreglur, koma í veg fyrir að hefðbundin kennsla geti farið fram í húsnæði Endurmenntunar á auglýstum námskeiðstíma verður brugðist við með því að:
A – færa námskeiðið og kynna skráðum þátttakendum nýjar dagsetningar með eins góðum fyrirvara og unnt er,
eða
B kenna námskeiðið sem fjarnámskeið í gegnum ZOOM á áður auglýstum tíma.

Komi til ofangreindra breytinga fá skráðir þátttakendur allar nauðsynlegar upplýsingar sendar í tölvupósti og geta þeir þá tekið ákvörðun um skráningu sína í ljósi breyttra forsenda.

Styrkur
Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Mat þátttakenda

á mælikvarðanum 1 til 5
(4,94)

Umsagnir

Fékk fullt af góðum hugmyndum um að bæta gleði og húmor í daglegt líf. TAKK.
Námskeiðið "olli" mér vellíðan.
Mikil jákvæðni, vakti mig til umhugsunar og fær mig til þess að vera jákvæðari.
Svo upplífgandi og hressandi. Minnti mann á að þetta er ekkert flókið,bara kunna að hlægja!
Edda er náttúrulega snillingur, svo einlæg og fróð um efnið.
Kennslan og nærveran hennar Eddu er heillandi og frábær.
0