Hlaðvarp - nýtt tæki í fjölmiðlun og markaðssetningu

Verð snemmskráning 20.900 kr Almennt verð 23.000 kr

Hlaðvarp - nýtt tæki í fjölmiðlun og markaðssetningu

Verð snemmskráning 20.900 kr Almennt verð 23.000 kr
Prenta
Snemmskráning til og með 19. febrúar
Mán. 1. og fim. 4 mars kl. 20:00 – 22:00
Guðmundur Hörður Guðmundsson, kynningar- og vefstjóri við HÍ
Endurmenntun, Dunhaga 7.

UPPLÝSINGAR UM ÁHRIF COVID-19 Á STARFSEMI EHÍ

Hlaðvarp er ódýr og einföld leið fyrir einstaklinga, hópa eða fyrirtæki til að koma efni og upplýsingum á framfæri við almenning. Á námskeiðinu verður fjallað um hvað hlaðvarp er, vinsælustu hlaðvörpin og hvernig hlaðvarpsþættir eru framleiddir og þeim komið á framfæri við almenning. Þátttakendum stendur til boða að fá aðstoð við að framleiða einn hlaðvarpsþátt.

Hlaðvörp (e. podcast) njóta vaxandi vinsælda og sem dæmi má nefna að fjórðungur Bandaríkjamanna hlustar á hlaðvarp mánaðarlega, þriðjungur á aldrinum 25 - 54 ára. Á námskeiðinu verður fjallað um vöxt miðilsins, einkenni vinsælla hlaðvarpa og tekjumöguleika. Þá verður fjallað um aðferðir til að búa til hlaðvörp á einfaldan hátt, m.a. með ókeypis forritum og ódýrum upptökutækjum. Að lokum verður fjallað um leiðir til að koma hlaðvörpum á framfæri við hlustendur, m.a. í gegnum hlaðvarpsveitur og með markaðssetningu á samfélagsmiðlum.

Á námskeiðinu er fjallað um:

• Vinsæl íslensk og erlend hlaðvörp.
• Tæki og forrit sem nota má við gerð og dreifingu eigin hlaðvarpa.
• Hvernig hlaðvörp eru búin til.

Ávinningur þinn:

• Lærir að búa til þitt eigið hlaðvarp.
• Veist hvernig koma á hlaðvarpi á framfæri við hlustendur.
• Öðlast góða þekkingu á miðlinum.

Fyrir hverja:

Fyrir einstaklinga, hópa, félagasamtök, fyrirtæki og flesta þá sem hafa áhuga á að framleiða hlaðvarp.

Kennsla:

Guðmundur Hörður Guðmundsson er kynningar- og vefstjóri Hugvísindasviðs Háskóla Íslands. Hann hefur starfað við blaða- og fréttamennsku, m.a. hjá RÚV og verið upplýsingafulltrúi ráðuneytis.

Aðrar upplýsingar:

Þátttakendur sem ætla að fá aðstoð við framleiðslu hlaðvarps þurfa að koma með eigin fartölvu.
Fyrirvari
Ef óviðráðanlegar aðstæður, s.s. sóttvarnarreglur, koma í veg fyrir að hefðbundin kennsla geti farið fram í húsnæði Endurmenntunar á auglýstum námskeiðstíma verður brugðist við með því að:
A – færa námskeiðið og kynna skráðum þátttakendum nýjar dagsetningar með eins góðum fyrirvara og unnt er,
eða
B kenna námskeiðið sem fjarnámskeið í gegnum ZOOM á áður auglýstum tíma.

Komi til ofangreindra breytinga fá skráðir þátttakendur allar nauðsynlegar upplýsingar sendar í tölvupósti og geta þeir þá tekið ákvörðun um skráningu sína í ljósi breyttra forsenda.

Styrkur
Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Mat þátttakenda

á mælikvarðanum 1 til 5
( 4,80)

Umsagnir

Fróðlegt og skipulegt. Byrjar frá grunni, sem hentar einkar vel.
Praktísk atriði rædd, gagnleg ráð og mikið af góðu ítarefni.
Námskeiðið stóðst væntingar og fyllti upp í þær eyður sem ég vissi ekki.
Mjög gott og ítarlegt yfirlit yfir efnið.
0