Frá loftslagsvísindum til aðgerða - máttur einstaklinganna - STAÐ- OG FJARNÁMSKEIÐ

Verð 15.900 kr

Frá loftslagsvísindum til aðgerða - máttur einstaklinganna - STAÐ- OG FJARNÁMSKEIÐ

Verð 15.900 kr
Prenta
Nýtt
Mán. 11. nóv. kl. 19:00 - 22:00
Þorbjörg Sandra Bakke, verkefnastjóri sjálfbærni- og umhverfismála í Háskóla Íslands
Endurmenntun, Dunhaga 7.

Vegna loftslagsbreytinga og annarra umhverfisvandamála hefur veröldin tekið miklum stakkaskiptum. Spár vísindamanna benda til þess að við höfum innan við áratug til að gera þær breytingar sem eru nauðsynlegar til þess að skerða ekki lífsgæði framtíðarkynslóða verulega. Við höfum tækifæri núna til þess að ná stjórn á aðstæðum okkar, barna okkar og sporna gegn eyðileggingu á umhverfi okkar og náttúru.

Á námskeiðinu verður farið yfir leiðir sem hægt er að fara til að hafa áhrif, bæði með því að breyta eigin hegðun og einnig hvernig hægt er að hafa áhrif á valdhafa, fólkið í kringum okkur, umhverfi okkar, vinnustaði o.s.frv. Fjallað verður um hvernig samfélag sem getur tekist á við loftslagsvanda og unnið gegn honum lítur út og hvernig lífi umhverfisvænni einstaklingar lifa.

Á námskeiðinu er fjallað um:

• Græn skref – margt smátt gerir eitt stórt. Litlu hlutirnir sem hægt er að breyta en hafa marktæk áhrif þegar á heildina er litið.
• Tækifæri til bættra lífsgæða um leið og dregið er úr neikvæðum umhverfisáhrifum.
• Hvernig hugarfarsbreyting getur leitt til raunverulegra breytinga á hegðun.
• Hvernig þín rödd skiptir máli og hvað framtak einstaklingsins getur haft mikil áhrif.

Ávinningur þinn:

• Verkfæri til að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum.
• Jákvæðari viðhorf til þeirra breytinga sem þarf að ráðast í.
• Valdefling og þekking á leiðum til að virkja aðra með okkur.
• Dýpri skilningur á siðferðilegum skyldum okkar gagnvart umhverfi og framtíðarkynslóðum.

Fyrir hverja:

Fyrir alla þá sem vilja gera betur í umhverfismálum en vita ekki hvar þeir eiga að byrja. Einnig fyrir þá sem þegar hafa hafist handa en vilja gera enn betur.

Kennsla:

Þorbjörg Sandra Bakke er verkefnastjóri sjálfbærni- og umhverfismála í Háskóla Íslands og hefur síðastliðinn áratuginn fengist við störf tengd umhverfismálum, stundað félagsstörf á því sviði og sótt sér breiða menntun með umhverfismál í forgrunni meðal annars í stjórnmálafræði, umhverfisfræðum og hagnýtri siðfræði.

Aðrar upplýsingar:

Kennari sendir nokkra stutta texta og annað efni til þátttakenda til undirbúnings fyrir námskeiðið. Námskeiðið byggist upp á fyrirlestri og umræðum.

Námskeiðið tilheyrir röð sjálfstæðra námskeiða sem fjalla um loftslagsbreytingar, áhrif þeirra og lausnir sem verða á dagskrá ENDURMENNTUNAR á næstu misserum. Ef öll neðangreind námskeið eru sótt á haustmisseri er veittur 20% afsláttur en hann er reiknaður af verði síðasta námskeiðsins:
Jökla- og loftslagsbreytingar á Íslandi
Loftslagsbreytingar í fortíð og framtíð
Frá loftslagsvísindum til aðgerða - máttur einstaklinganna

Fyrir þátttakendur í fjarfundi:
Vinsamlegast merkið í athugasemdareit við skráningu að óskað er eftir því að sitja námskeiðið í fjarfundi. Námskeiðið fer fram í gegnum fjarfundakerfið ZOOM.
Þátttakendur þurfa að vera með nettengda tölvu, vefmyndavél, hljóðnema og góða ADSL eða ljósnet/leiðara tengingu. Mælt er með að þátttakendur noti Chrome eða Firefox vafra. Slóð námskeiðsins verður sent á það netfang sem þátttakandi hefur gefið upp við skráningu.

0