Excel - flóknari aðgerðir fyrir lengra komna

Verð 52.700 kr

Excel - flóknari aðgerðir fyrir lengra komna

Verð 52.700 kr
Prenta
Þri. og fim. 19., 21. og 26. jan. kl. 8:30 - 12:30 (3x)
Rósa Guðjónsdóttir, iðnaðarverkfræðingur
Endurmenntun, Dunhaga 7.

UPPLÝSINGAR UM ÁHRIF COVID-19 Á STARFSEMI EHÍ

Á námskeiðinu er farið ítarlega í innbyggð föll og veltitöflur (pivot), hvernig nota má Excel við framsetningu og úrvinnslu gagna og hagnýting myndrita er skoðuð í því samhengi.

Fjallað er um það hvernig búa má til kvik mælaborð (dýnamísk) og birta gögn byggt á vali. Áhersla verður lögð á vinnslu hagnýtra verkefna í gegnum allt námskeiðið og þátttakendur aðstoðaðir við að setja efni námskeiðsins í samhengi við sín daglegu störf.

Á námskeiðinu er fjallað um:

Flóknari föll í Excel og hagnýtingu þeirra og samvirkni s.s.
• Dagsetninga og textavinnslu.
• Uppflettinga- og leitarföll og flóknari samsetningu þeirra.
• Skilyrt reikniföll, hliðranir og rökræn föll.

Veltitöflur (PivotTable)
• Uppsetning á gögnum fyrir veltitöflur.
• Virkni veltitaflna kosti og galla.
• Notkun sía (filter) og sneiðara (slicer) til að birta gögn.
• Hvernig vísa má í veltitöflur með formúlum.

Myndrit og uppsetningar mælaborða/skýrslna í Excel
• Blönduð myndrit.
• Tegundir myndrita og hagnýting þeirra.
• Birting gagna byggt á vali notanda.
• Skilyrt snið og útlit (e. Conditional formatting).

Ýmis atriði sem auka hagnýtingu Excel
• Flýtihnappar
• Nefndir reitir (named ranges)
• Læsingar
• Snið reita
• Útprentanir

Ávinningur þinn:

• Aukin hæfni í notkun Excel.
• Notkun Excel til að auðvelda ákvarðanatöku.
• Aukin færni og hraði í greiningu gagna.
• Að tengja saman aðskilin gagnamengi og setja þau fram á skiljanlegan hátt.
• Færni í að nýta sjálfvirkni sem flýtir fyrir endurteknum verkefnum.
• Aukin þekking á flóknari aðgerðum í Excel.

Fyrir hverja:

Námskeiðið er ætlað þeim sem hafa góðan grunn í Excel, s.s. góða þekkingu á helstu innbyggðu föllum. Námskeiðið hentar einnig þeim sem vilja auka hæfni sína í Excel og opna dyr að flóknari og öflugri hliðum þess.

Mælt er með að þeir sem hafa takmarkaða þekkingu á flóknari þáttum Excel sæki fyrst námskeiðið
Excel - grunnatriði og helstu aðgerðir.

Kennsla:

Rósa Guðjónsdóttir er iðnaðarverkfræðingur og lauk námi í "Engineering Management" frá Tækniháskólanum í Danmörku og hefur starfað sem ráðgjafi hér heima og erlendis.

Aðrar upplýsingar:

Gert er ráð fyrir að þátttakendur komi með eigin fartölvu, með þráðlausu netkorti og Excel 2016, 2013 eða 2010, á námskeiðið.

Mælt er með að þeir sem hafa takmarkaða þekkingu á flóknari þáttum Excel sæki fyrst námskeiðið
Excel - grunnatriði og helstu aðgerðir.

Fyrirvari
Ef óviðráðanlegar aðstæður, s.s. sóttvarnarreglur, koma í veg fyrir að hefðbundin kennsla geti farið fram í húsnæði Endurmenntunar á auglýstum námskeiðstíma verður brugðist við með því að:
A færa námskeiðið og kynna skráðum þátttakendum nýjar dagsetningar með eins góðum fyrirvara og unnt er,
eða
Bkenna námskeiðið sem fjarnámskeið í gegnum ZOOM á áður auglýstum tíma.
Komi til ofangreindra breytinga fá skráðir þátttakendur allar nauðsynlegar upplýsingar sendar í tölvupósti og geta þeir þá tekið ákvörðun um skráningu sína í ljósi breyttra forsenda.

Styrkur
Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Mat þátttakenda

á mælikvarðanum 1 til 5
(4,7)

Umsagnir

Mjög gagnlegt námskeið, ég lærði töluvert og veit af möguleikum sem ég get byggt ofan á. Gott að læra flýtileiðir og praktísk atriði.
Rósa er frábær kennari og útskýrir allt mjög vel.
Efni skýrt fram sett og æfingar góðar.
Einstaklega góður kennari hún Rósa. Mjög vel að sér í námsefninu, hefur einnig góða nærveru og auðvelt að spyrja.
Mjög gagnleg fræðsla sem mun nýtast í starfi. Kennari mjög góður og útskýrði hlutina mjög vel.
0