Skattlagning útleigu á íbúðarhúsnæði - heimagisting o.fl.

Verð snemmskráning 16.900 kr Almennt verð 18.600 kr

Skattlagning útleigu á íbúðarhúsnæði - heimagisting o.fl.

Verð snemmskráning 16.900 kr Almennt verð 18.600 kr
Prenta
Snemmskráning til og með 19. september
Þri. 29. sept. kl. 16:15 - 19:15
Ásmundur G. Vilhjálmsson, lögmaður og aðjúnkt í skattarétti við HÍ
Endurmenntun, Dunhaga 7.

Það verður sífellt vinsælla að fólk leigi út íbúðir sínar um skemmri eða lengri tíma. Með slíku móti má halda að mögulegt sé að leysa talsverð fjárhagsvandræði, gróðinn verði svo mikill. En er það svo? Er kostnaðurinn af útleigunni jafnvel yfirþyrmandi? Og verði gróði er hann þá ekki allur heimtur í skatt?

Á námskeiðin verður fjallað um skattlagningu útleigu á íbúðarhúsnæði vegna langtímaleigu og um skemmri tíma eða allt að 90 daga á ári sem heimagistingu. Farið verður yfir lög og reglur um heimagistingu og gerð grein fyrir muninum á skattlagningu langtímaleigu og skammtímaleigu, hvenær tekjurnar af útleigunni skattleggjast sem fjármagnstekjur með 20% skatti af 50% útleigunnar og hvenær skylt er að greiða venjulegan launatekjuskatt af útleigunni. Auk þessa er rætt hvaða kröfum þarf að fullnægja til að mega selja heimagistingu, hvar sótt er um leyfi til heimagistingar, hvaða áhrif leyfi til heimagistingar hefur á fasteignagjöld svo dæmi sé tekið.

Á námskeiðinu er fjallað um:

• Útleigu á íbúðarhúsnæði.
• Langtímaleigu, skammtímaleigu - hvað skilur að?
• Skattlagningu, almennt yfirlit, frádrátt frá tekjum o.fl.
• Fjármagnstekjur, atvinnurekstrartekjur - hvar liggja mörkin?

Ávinningur þinn:

• Færð yfirsýn yfir skattlagningu á útleigu á íbúðarhúsnæði. Getur greint í sundur skammtímaleigu og langtímaleigu.
• Öðlast skilning á muninum á einstaklingstekjum og atvinnurekstrartekjum með tilliti til skattlagningar.
• Færð innsýn í umsókn um leyfi til heimagistingar, hvaða gögn þarf að leggja fram, hvaða gjald þarf að greiða fyrir leyfi, áhrif heimagistingar á fasteignagjöld.
• Getur betur áttað þig á hvort útleiga borgi sig.

Fyrir hverja:

Alla þá sem hafa hafa hug á eða eru nú þegar með íbúðir í útleigu.

Kennsla:

Ásmundur G. Vilhjálmsson, lögmaður hjá SkattVís slf.,skattaráðgjöf og fræðslu og aðjúnkt við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. Ásmundur lauk embættisprófi í lögfræði árið 1981, var við framhaldsnám í lögfræði í Árósum í Danmörku1989/90 og í Lundi í Svíþjóð 1991/93, meðal annars í einstaklingsskattarétti, fyrirtækjaskattarétti og alþjóðlegum skattarétti.

Aðrar upplýsingar:

FVB punktar: 4,5

Mat þátttakenda

á mælikvarðanum 1 til 5
(4,36)

Umsagnir

Yfirgripsmikið efni og vel farið yfir.
Gott námskeið. Stutt og hnitmiðað. Farið í aðalatriði.
Mjög gott yfirlit um efnið og spurningum vel svarað.
Fullt af upplýsingum, góðar og ýtarlegar útskýringar.
0