Rétt líkamsbeiting og vellíðan við vinnu

Verð snemmskráning 20.500 kr Almennt verð 22.600 kr

Rétt líkamsbeiting og vellíðan við vinnu

Verð snemmskráning 20.500 kr Almennt verð 22.600 kr
Prenta
Nýtt
Snemmskráning til og með 15. mars
Fim. 25. mars kl. 13:00 - 16:00
Ásgerður Guðmundsdóttir, sjúkraþjálfari og íþróttakennari
Endurmenntun, Dunhaga 7.

UPPLÝSINGAR UM ÁHRIF COVID-19 Á STARFSEMI EHÍ

Ert þú farin að finna fyrir verkjum í líkamanum vegna mikillar tölvuvinnu?
Getur verið að þig vanti aðstoð fagaðila við að endurstilla vinnuaðstöðuna þína og þá sérstaklega heima fyrir?
Skráðu þig á námskeið sem hefur hjálpað fjölda Íslendinga um land allt.

Bæði yfirmenn og starfsmenn í öllum geirum þjóðfélagsins eru að gera sér betur grein fyrir hversu mikilvægt það er að kunna að búa sér til heilsusamlega og fjölbreytta vinnuaðstöðu, bæði í vinnunni og heima fyrir.

Á námskeiðinu er fjallað um:

• Hvað gæti verið að orsaka verki.
• Helstu stoðkerfiskvilla er fylgja tölvuvinnu.
• Hvernig má endurstilla vinnuaðstöðuna frá a-ö.
• Hvað má gera til að draga úr verkjum, m.a. helstu tól og tæki sem hjálpa til við að draga úr vöðvabólgu.
• Hvernig má nýta sér gátlista.

Ávinningur þinn:

• Þú lærir að laga vinnuaðstöðuna að þínum þörfum, hvar sem er.
• Þú lærir hvernig má draga úr líkamlegu og andlegu álagi við vinnu.
• Þú færð hugmyndir um hvernig má á einfaldan hátt auka blóðflæði og draga úr vöðvabólgu og verkjum.
• Þú eykur vinnuafköst þín til muna.
• Þú lærir að vinna í forvörn og bætir heilsu þína.

Fyrir hverja:

Námskeiðið er fyrir alla sem vilja tileinka sér betri líkamsbeitingu og stuðla að betra úthaldi og líðan í vinnu og einkalífi. Námskeiðið getur einnig hentað stjórnendum sem vilja bæta aðbúnað á vinnustað og stuðla að vellíðan starfsmanna.

Kennsla:

Ásgerður Guðmundsdóttir er íþróttakennari og sjúkraþjálfari frá Ergo- og fysioterapeutskolen í Álaborg. Hún hefur rekið sitt eigið fyrirtæki, Vinnuheilsu, í 16 ár og hefur sérhæft sig í að greina lykilþætti sem hafa áhrif á heilbrigt vinnuumhverfi, bæði á vinnustað og heima fyrir. Ásgerður hefur haldið ótal fyrirlestra og námskeið um líkamsbeitingu og vinnutækni og almenna heilsueflingu hjá fyrirtækjum og stofnunum um allt land.

Aðrar upplýsingar:

Fyrirvari
Ef óviðráðanlegar aðstæður, s.s. sóttvarnarreglur, koma í veg fyrir að hefðbundin kennsla geti farið fram í húsnæði Endurmenntunar á auglýstum námskeiðstíma verður brugðist við með því að:
A færa námskeiðið og kynna skráðum þátttakendum nýjar dagsetningar með eins góðum fyrirvara og unnt er,
eða
Bkenna námskeiðið sem fjarnámskeið í gegnum ZOOM á áður auglýstum tíma.
Komi til ofangreindra breytinga fá skráðir þátttakendur allar nauðsynlegar upplýsingar sendar í tölvupósti og geta þeir þá tekið ákvörðun um skráningu sína í ljósi breyttra forsenda.

Styrkur
Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

0