Betri þjónusta - skemmtilegri vinna

Verð snemmskráning 24.900 kr Almennt verð 27.400 kr
Prenta
Nýtt
Snemmskráning til og með 10. mars
Þri. 20. mars kl. 13:00 – 17:00
Guðrún Sverrisdóttir, þjónusturáðgjafi
Endurmenntun, Dunhaga 7.

Námskeiðið er sniðið að þörfum þeirra sem vinna í kröfuhörðu þjónustustarfi og vilja gera enn betur. Það krefst mikils aga og metnaðar að skila alltaf góðri þjónustu en það er undir okkur sjálfum komið hvernig til tekst.

Á námskeiðinu er farið ítarlega yfir hvaða þættir skipta máli varðandi þjónustu við viðskiptavini, unnið með grunn að þjónustustöðlum og hvaða lykilatriði þarf að hafa í huga við veitingu þjónustu til viðskiptavina. Í þjónustustarfinu skiptir miklu máli að við séum ánægð á vinnustaðnum og höfum gaman af samskiptum við fólk. Leitast er við að þátttakendur öðlist nýja sýn á mikilvægi eigin framlags og að námskeiðið skili öllum betri þjónustuskynjun.

Á námskeiðinu er fjallað um:

• Þjónustustarfið.
• Mannleg samskipti.
• Þjónustuveitingu.
• Aðferðafræði.

Ávinningur þinn:

• Öryggi í samskiptum.
• Meiri ánægja í starfi.
• Vinnuskipulag og færni.
• Betra samstarf.

Fyrir hverja:

Alla þá sem vinna í þjónustustörfum og vilja bæta sig í starfi og uppskera meiri starfsánægju í leiðinni.

Kennsla:

Guðrún Sverrisdóttir hefur starfað sem leiðbeinandi á þjónustu- og sölunámskeiðum um árabil, veitt ráðgjöf fyrir mikinn fjölda fyrirtækja og starfsfólk þeirra um allt land. Meðal viðskiptavina eru bankar, tryggingafélög, verslanir, opinber fyrirtæki, orkufyrirtæki, verkstæði og skólar.

Guðrún hefur lokið framhaldsnámi við Háskóla Íslands í þjónustufræðum en starfaði áður sem þjónustustjóri, sölustjóri og fræðslustjóri hjá Miðlun ehf. í tvo áratugi og byggði þar upp eitt öflugasta þjónustuver landsins. Auk þess hefur Guðrún unnið með Nýsköpunarmiðstöð Íslands varðandi síma- og þjónustunámskeið og kennsluefni fyrir ferðaþjónustufyrirtæki.

0