Súrkálsveisla fyrir þarmaflóruna - nærandi, fræðandi & bragðgott námskeið

Verð 20.300 kr

Súrkálsveisla fyrir þarmaflóruna - nærandi, fræðandi & bragðgott námskeið

Verð 20.300 kr
Prenta
Nýtt
Mán. 13. og fim. 16. maí kl. 19:30 - 21:30
Birna G. Ásbjörnsdóttir og Dagný Hermannsdóttir
Endurmenntun, Dunhaga 7.

Það er margt hægt að gera til að bæta heilsuna. Eins og flestir hafa heyrt er góð melting og heilbrigð þarmaflóra okkur afar mikilvæg. En hvað getum við gert sjálf til að bæta hana?
Á þessu glænýja námskeiði leiða saman hesta sína Birna G. Ásbjörnsdóttir, einn helsti sérfræðingur landsins í þarmaflórunni og súrkálsdrottningin Dagný Hermannsdóttir.

Áhersla er lögð á að skoða áhrif örveruflóru þarmanna á heilsu. Farið er yfir hvernig mataræði og mjólkursýrugerlar geta haft jákvæð áhrif á heilsu. Einnig skoðað hvað getur raskað örveruflóru meltingarvegar og hvaða er til ráða. Rýnt verður í nýjustu rannsóknir á mjólkursýrugerlum og súrkáli í tengslum við heilsu.
Praktískt, skemmtilegt, fræðilegt, og bragðgott námskeið.
Eitt af því sem eflir þarmaflóru er súrkál og annað gerjað grænmeti. Súrkál og mjólkursýrt grænmeti inniheldur t.d. trefjar og örverur, en hvoru tveggja er mikilvægt til að viðhalda heilbrigðum meltingarveg.
Námskeiðið er byggt þannig upp að Birna leiðir okkur í sannleikann um þarmaflóruna, mikilvægi hennar og kosti þess að borða holla fæðu eins og mjólkursýrt grænmeti. Farið er yfir hvaða gerla er að finna í súrkáli og hlutverk þeirra.
Súrkálsveisla þar sem er boðið upp á alls kyns súrkál og annað gerjað grænmeti, auk brauðmetis og annars meðlætis.
Að lokinni súrkálsveislu verður Dagný með erindi um súrkálsgerð og kennir þátttakendum að útbúa þrjár ólíkar gerðir af súrkáli og öðru gerjuðu grænmeti.
Í lokin verður happdrætti um súrkálskrukkurnar sem búnar verða til á námskeiðinu og þrír heppnir þátttakendur fara heim með krukku.
Innifalið í námskeiðinu er fróðleikur um þarmaflóruna og mjólkursýrugerla, bæklingur um súrkálsgerð og súrkálsveisla.

Á námskeiðinu er fjallað um:

• Þarmaflóruna og meltingarveginn.
• Áhrif þarmaflóru á heilsu.
• Hvað mjólkursýrugerlar geta gert fyrir okkur.
• Hvað vísindin segja um súrkál og mjólkursýrugerla.
• Súrkálsgerð.
• Að njóta þess að borða súrkál og annað gerjað grænmeti.

Ávinningur þinn:

• Lærir að gera þitt eigið súrkál.
• Færð að smakka fjöldann allan af ljúffengum gerðum af súrkáli.
• Fræðist um mikilvægi þarmaflórunnar.
• Öðlast innsýn í hlutverk mjólkursýrugerla í þessu samhengi.

Fyrir hverja:

Námskeiðið hentar öllum sem hafa áhuga á að bæta heilsuna, kynnast nýjum víddum í matargerð.

Kennsla:

Dagný Hermannsdóttir er grunnskólakennari að mennt og sérleg áhugakona um súrkál. Hún er höfundur bókarinnar Súrkál fyrir sælkera og framleiðir einnig súrkál undir sama nafni.
Birna G. Ásbjörnsdóttir er með meistaragráðu í næringarlæknisfræði frá University of Surrey. Hún hefur einnig lokið námi í gagnreyndum heilbrigðisvísindum frá Oxford University og stundar doktorsnám við Háskóla Íslands. Birna heldur reglulega námskeið fyrir fagfólk og almenning ásamt því að veita einstaklingsráðgjöf.

Aðrar upplýsingar:

Gott er að taka með sér glósubók og skriffæri eða fartölvu/spjaldtölvu. Hægt verður að kaupa bókina Súrkál fyrir sælkera.

0