Microsoft Flow og Form - FJARNÁMSKEIÐ

Verð 25.900 kr

Microsoft Flow og Form - FJARNÁMSKEIÐ

Verð 25.900 kr
Prenta
Þri. 9. mars kl. 13:00 - 16:00
Atli Þór Kristbergsson, ráðgjafi og kennari
Námskeiðið fer fram í rauntíma í fjarkennsluforritinu ZOOM.
Upplýsingar um þátttöku í ZOOM.

UPPLÝSINGAR UM ÁHRIF COVID-19 Á STARFSEMI EHÍ

Á þessu námskeiði verður farið yfir bæði Microsoft Flow (nú Power Automate) og Microsoft Form.

Microsoft Power Automate (áður Microsoft Flow) er skýjalausn er gerir starfsmönnum kleift að útbúa og sjálfvirknivæða ýmsa vinnuferla og verkefni án aðkomu hönnuða (e. developers). Sjálfvirknivæðingin í Power Automate kallast flæði (e. flow) og getur innihaldið samspil margra lausna frá Microsoft eða þriðja aðila með hjálp tengla (e. connectors). Sem dæmi má útbúa flæði er lætur vita ef ákveðinn atburður á sér stað. Gott dæmi um það væri söluábending í tölvupósti sem þá myndi útbúa nýtt mál í CRM. Einnig má útbúa flæði sem fylgist með samfélagsmiðlum og lætur vita ef rætt er um fyrirtækið eða vörur þess.

Með Microsoft Form má útbúa kannanir, spurningar og/ eða kjósa milli einstaklinga eða um ákveðin mál. Microsoft Form er einstaklega notendavænt og þarfnast ekki neinnar forritunarkunnáttu en er að sama skapi mjög öflugur hugbúnaður fyrir áðurnefnd atriði. Til að mynda er hægt að senda MS Form með tölvupósti, hafa sem hlekk á vefsíðu og jafnvel virkja með QR kóða.

Microsoft Flow

Með Microsoft Flow, nú Power Automate má sjálfvirknivæða tiltekin verk sem framkvæma þarf reglulega. Virkja má mismunandi gerðir af Power Automate, svo sem sjálfvirk, tímasett og handvirk.

Í þessum hluta námskeiðsins verður farið yfir:

• Hvað er Microsoft Power Automate (Flow)?
• Hvar og hvernig nýtist það?
• Farið er yfir hvað skilyrði (e. triggers) eru.
• Hvað aðgerðir (e. actions) gera.
• Hvernig tengja má við aðrar þjónustur.
• Stjórnun og deiling á Microsoft Power Automate.

Microsoft Form

Til eru tvær útgáfur af Microsoft Form – sú sem fjallað er um hér og svo Form Pro. Helsti munurinn liggur í greiningarhlutanum og tengingum við t.d. Power Bi í Pro útgáfunni ásamt sjálfvirknivæðingu er nýta má t.d. í Flow.

Í þessum hluta námskeiðsins verður farið yfir.:

• Hvað er Form?
o Kannanir
o Spurningar
o Kosning
• Aðlögun á útliti.
• Notkun og uppsetning á fjölmáli (e. multi language).
• Kynning á greiningu, s.s. svarhlutfall o.fl.
• Mismunandi birtingar, s.s. póstsending, vefhlekkur og /eða QR kóði.

Fyrir hverja:

Námskeiðið er ætlað notendum Office 365 pakkans sem vilja nýta sér möguleika hans enn betur.

Kennsla:

Atli Þór Kristbergsson hefur starfað við upplýsingatækni frá árinu 1998, fyrst sem kerfis- og vefstjóri og sem deildarstjóri upplýsingatæknideildar Íslandsbanka svo eitthvað sé nefnt. Á síðari árum hefur hann einkum sinnt kennslu, ráðgjöf og vefsíðugerð.

Aðrar upplýsingar:

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

0