Jákvæð heilsa – að takast á við áskoranir daglegs lífs - FJARNÁMSKEIÐ

Verð snemmskráning 57.900 kr Almennt verð 63.700 kr

Jákvæð heilsa – að takast á við áskoranir daglegs lífs - FJARNÁMSKEIÐ

Verð snemmskráning 57.900 kr Almennt verð 63.700 kr
Prenta
Snemmskráning til og með 30. janúar
Þri. 9. feb. - 2. mars kl. 14:00 - 17:00 (4x)
Rannveig Eir Helgadóttir, geðhjúkrunarfræðingur og Rannveig Björk Gylfadóttir, sérfræðingur í krabbameinshjúkrun
Námskeiðið fer fram í rauntíma í fjarkennsluforritinu ZOOM.
Upplýsingar um þátttöku í ZOOM.

Námskeiðið kennir og kynnir á yfirgripsmikinn hátt gagnlegar leiðir til þess að varna gegn streitu og afleiðingum langvarandi streitueinkenna í áreiti og kröfum nútíma þjóðfélags. Það er gert m.a. með umfjöllun um valdeflingu, jafnvægi, vellíðan, heilsu og viðnámsþrótt. Hugmyndafræði um jákvæða heilsu og jákvæða sálfræði er höfð að leiðarljósi.

Á námskeiðinu er horft heildrænt á einstaklinginn og hvernig hann tekst á við daglegt líf. Stuðst er við nýlega skilgreiningu á heilsu sem kallast jákvæð heilsa (positive health), að heilsa sé getan til að aðlagast og stjórna ferðinni þegar við mætum líkamlegum, andlegum og félagslegum áskorunum í lífinu. Námskeiðið byggir á aðferðum hugrænnar atferlismeðferðar (HAM) og jákvæðrar sálfræði (positive psychology); hugrænni vinnu með eigin hugsanir og líðan, styrkleikaþjálfun, núvitund og samkennd og góðvild með sjálfum sér og öðrum. Áhersla verður á fræðslu um streitu og streituviðbrögð. Námskeiðið byggir á reynslunámi (experiental learning) í leiddum og skriflegum æfingum og í virkum samræðum þátttakenda.

Þátttakendur fylla út stutt próf í byrjun og við lok námskeiðs til að meta eigin heilsu og vellíðan.

Þátttakendur eru hvattir til þess að halda dagbók meðan á námskeiðinu stendur og gera æfingar og verkefni á milli tímanna.
Markmið námskeiðsins er að þátttakendur kynnist fjölbreyttum leiðum til að takast á við streitu og auka þannig eigin valdeflingu (empowerment), viðnámsþrótt (resilience), jákvæða heilsu og vellíðan í daglegu lífi.

Á námskeiðinu er fjallað um:

• Streitu og streituviðbrögð.
• Fjölbreyttar og fyrirbyggjandi leiðir jákvæðrar heilsu, hugrænnar atferlismeðferðar og jákvæðrar sálfræði til þess að takast á við streitu.
• Heilsuhjólið þitt út frá: daglegri virkni, líkamlegri virkni, félagslegri þátttöku, andlegri vellíðan, lífsgæðum og tilgangi.
• Mikilvægi jafnvægis á milli virkni, hvíldar og svefns og góðrar næringar.
• Hugrænar leiðir til að skoða sjálfvirkar/óboðnar hugsanir sem valda vanlíðan.
• Styrkleika, núvitund og samkennd með sjálfum sér og öðrum.
• Hvernig hægt er að auka viðnámsþrótt með því að auka eigin stjórn og valdeflingu.

Ávinningur þinn:

• Aukin jákvæð heilsa og jafnvægi í daglegu lífi.
• Aukin valdefling, stjórn og viðnámsþróttur fyrir streitu og áskorunum í lífinu.
• Kynnist eigin styrkleikum, þakklæti og tekur betur eftir góðum hlutum í kringum þig.
• Lærir hugrænar leiðir til að takast á við sjálfvirkar/óboðnar hugsanir.
• Kynnist núvitund, vakandi athygli í daglegu lífi.
• Lærir um mikilvægi samkenndar með sér sjálfum og öðrum.

Fyrir hverja:

Námskeiðið er fyrir alla sem vilja eflast og ná betri stjórn með auknu jafnvægi, betri heilsu og aukinni vellíðan í daglegu lífi og þannig auka viðnám sitt og minnka streitu.

Kennsla:

Rannveig Eir Helgadóttir, hjúkrunarfræðingur með diplóma í geðhjúkrun á meistarastigi frá HÍ, diplóma í jákvæðri sálfræði á meistarastigi frá Endurmenntun HÍ og næringarþerapisti DET frá CET í Kaupmannahöfn. Rannveig Eir hefur víðtæka starfsreynslu við hjúkrun og önnur störf, hérlendis og erlendis. Hún hefur meðal annarra verkefna unnið við heilsueflingu og heilsuvernd; verið með stuðningsviðtöl, heilsufarsmælingar, slökun og fræðslu fyrir skjólstæðinga.

Rannveig Björk Gylfadóttir, sérfræðingur í krabbameinshjúkrun, með diplóma í hugrænni atferlisfræði (HAF) og dáleiðslu frá Endurmenntun HÍ. Einnig er hún lærður núvitundarkennari frá Háskólanum í Aberdeen og samtökunum Mindfulness association í Skotlandi. Rannveig er í sérfræðistarfi á Landspítala. Hún hefur unnið að heilsueflingu og endurhæfingu, verið með stuðningsviðtöl, slökunarmeðferð, þróað fræðsluefni og jafningjanámskeið og verið með núvitundarnámskeið fyrir skjólstæðinga.

Nöfnurnar eru góðar vinkonur sem hafa starfað í 24 ár að ólíkum störfum innan (og utan) hjúkrunar en eiga það sameiginlegt að hafa í gegnum tíðina haft brennandi áhuga á alls konar styrkjandi heildrænum leiðum til þess að efla sig sjálfar sem þær hafa svo viljað deila með öðrum. Þær sameina því krafta sína hér á þessu námskeiði.

Aðrar upplýsingar:

Þátttakendur munu fá dagskrá námskeiðs og upplýsingar um ítarefni námskeiðs (bækur, greinar, netsíður og öpp).

Styrkur
Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Mat þátttakenda

á mælikvarðanum 1 til 5
(4,29)

Umsagnir

Mjög gott og gagnlegt námskeið.
Mikið efni og mikil yfirferð.
Mjög ánægð með spjall og samskipti nemenda á fjarnámskeiði.
0