)
Upplýsingar um kennslustofu verður birt um leið og hún liggur fyrir.
UPPLÝSINGAR UM ÁHRIF COVID-19 Á STARFSEMI EHÍ
Í samstarfi við Mála- og menningardeild við Hugvísindasvið HÍ
Þetta námskeið er fyrir alla þá er hafa lokið Þýska fyrir byrjendur I, II og III eða hafa sambærilega þekkingu á þýsku máli. Unnið verður með alla færniþætti (talmál, lestur, hlustun og ritun) en þó verður sérstök áhersla á talmál.
Námskeiðið er kennt í 6 vikur, tvisvar í viku, 80 mínútur í senn frá 2. mars til 15. apríl, á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 16:40 – 18:10 í Veröld – Húsi Vigdísar.
Hæfniviðmið:
Í lok námskeiðs geta nemendur:
• tjáð sig í ræðu og riti um hversdagsleg málefni eins og: athafnir og atburði, húsbúnað, langanir og óskir, innkaup, ferðalög og íþróttir.
• svarað öðrum með því að: tjá samúð, gefa ráð, ræða hugmyndir og tillögur.
• skilið samræður á þýsku um hversdagsleg málefni (sbr. hér að ofan).
Nemendur munu einnig öðlast enn betri innsýn í menningu og þjóðfélög þýskumælandi landa.
Námskeiðið er kennt á ensku og þýsku.
Námskeiðið er kennt í samstarfi við ENDURMENNTUN HÍ en nemendur HÍ greiða ekki gjald fyrir þátttöku og er þeim bent á að skrá sig í gegnum Uglu.
Sjá kennsluskrá hér.
Aðrar upplýsingar:
Þátttakendum er bent á að hægt er að kaupa vinnubækur námskeiðsins hjá Bóksölu stúdenta, Menschen A2.1: Deutsch als Fremdsprache / Arbeitsbuch og Menschen A2.1: Deutsch als Fremdsprache / Kursbuch, sjá hér.
Fyrirvari
Ef óviðráðanlegar aðstæður, s.s. sóttvarnarreglur, koma í veg fyrir að hefðbundin kennsla geti farið fram í húsnæði Endurmenntunar á auglýstum námskeiðstíma verður brugðist við með því að:
A – færa námskeiðið og kynna skráðum þátttakendum nýjar dagsetningar með eins góðum fyrirvara og unnt er,
eða
B – kenna námskeiðið sem fjarnámskeið í gegnum ZOOM á áður auglýstum tíma.
Komi til ofangreindra breytinga fá skráðir þátttakendur allar nauðsynlegar upplýsingar sendar í tölvupósti og geta þeir þá tekið ákvörðun um skráningu sína í ljósi breyttra forsenda.
Styrkur
Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.