Rocky Horror í Borgarleikhúsinu

Verð snemmskráning 17.500 kr Almennt verð 19.300 kr
Prenta
FULLBÓKAÐ. Biðlisti í síma 525 4444.
Nýtt
Snemmskráning til og með 29. janúar
Fim. 8. feb. kl. 20:00 - 22:00: Endurmenntun HÍ, Dunhaga 7.
Fim. 15. feb. kl. 20:00 - 22:00: Endurmenntun HÍ, Dunhaga 7.
Fim. 22. feb. kl. 13:00 - 16:00: Borgarleikhúsið.
Fim. 15. mars kl. 20:00: Forsýning í Borgarleikhúsinu og umræður.
Fyrirlesarar eru Bjarni Snæbjörnsson, leikari og listkennari við LHÍ, Páll Óskar Hjálmtýsson, söngvari og aðalleikari sýningarinnar og Marta Nordal, leikstjóri sýningarinnar. Umsjón: Hlynur Páll Pálsson, fræðslustjóri Borgarleikhússins.
Endurmenntun, Dunhaga 7 og í Borgarleikhúsinu Listabraut 3

Í samstarfi við Borgarleikhúsið

Í tengslum við uppsetningu leikhússins á söngleiknum Rocky Horror, í leikstjórn Mörtu Nordal, mun Endurmenntun HÍ efna til námskeiðs um verkið og uppsetninguna, í samvinnu við leikhúsið.

Miði á forsýningu er innifalinn í námskeiðsgjaldi.

Rocky Horror er hárbeittur og eldfjörugur söngleikur með frábærri rokktónlist sem fjallar um mikilvægi þess að fá að vera sá sem maður er með öllum sínum sérkennum og sérstöðu.

Fyrirlesarar á námskeiðinu verða Bjarni Snæbjörnsson, leikari og listkennari við LHÍ, Páll Óskar Hjálmtýsson, söngvari og aðalleikari sýningarinnar og Marta Nordal, leikstjóri sýningarinnar. Þátttakendur munu jafnframt eiga kost á að fylgjast með æfingu í Borgarleikhúsinu, ásamt því að sækja lokaæfingu og ræða við leikstjóra og aðstandendur um æfingaferli, vinnuaðferðir og markmið.

Dagskrá námskeiðs:

• Fim. 8. feb. kl. 20:00 - 22:00
Bjarni Snæbjörnsson
• Fim. 15. feb. kl. 20:00 - 22:00
Páll Óskar Hjálmtýsson og Marta Nordal.
• Fim. 22. feb. kl. 13:00 - 16:00
Viðvera á æfingu á Stóra sviði Borgarleikhússins.
• Fim. 15. mars kl. 20:00
Forsýning og umræður á eftir með listrænum aðstandendum sýningarinnar í Borgarleikhúsinu.

Umsagnir


Umsagnir ánægðra þátttakenda á fyrri leikhúsnámskeiðum:

Ég var alveg heillaður af þessu skemmtilega og fræðandi fólki.

Námskeiðið uppfyllti allar væntingar, var hæfilega afslappað og mikil gleði í gangi.

Þetta námskeið var fullkomið frá A-Ö. Allir svo einlægnir, fróðir og skemmtilegir.
0