Kraftmiklar kynningar og framkoma á netinu - FJARNÁMSKEIÐ

Verð snemmskráning 23.500 kr Almennt verð 25.900 kr

Kraftmiklar kynningar og framkoma á netinu - FJARNÁMSKEIÐ

Verð snemmskráning 23.500 kr Almennt verð 25.900 kr
Prenta
Snemmskráning til og með 14. mars
Mið. 24. mars kl. 9:00 - 12:00
Svava Björk Ólafsdóttir, MPM verkefnastjóri og annar stofanda RATA
Námskeiðið fer fram í rauntíma í fjarkennsluforritinu ZOOM.
Upplýsingar um þátttöku í ZOOM.

UPPLÝSINGAR UM ÁHRIF COVID-19 Á STARFSEMI EHÍ


Hagnýtt námskeið þar sem þátttakendur efla sig í að miðla upplýsingum í gegnum fjarfundabúnað. Þetta er námskeið fyrir alla sem vilja ná betri tökum á samskiptum og kynningum í gegnum netið.

Eftir ástandið síðustu mánuði höfum við nánast öll þurft að færa einhver samskipti yfir á netið, hvort sem eru fundir, teymisvinna eða kynningar. Á þessu hagnýta námskeiði efla þátttakendur sig í að miðla upplýsingum í gegnum netið sem er ákveðin áskorun. Farið verður yfir lykilatriði sem snúa að tilgangi og skilaboðum, framsetningu efnis og framkomu. Einnig verður farið yfir góð ráð við notkun fjarvinnuforrita sem eru hvað mest notuð í dag.

Námskeiðið fer fram í gegnum forritið Zoom og samanstendur af kynningu, verkefnavinnu og umræðum í hópum.

Á námskeiðinu er fjallað um:

• Undirbúning kynninga og uppsetningu.
• Tilgang og markmið kynninga.
• Mátt sögunnar í skilaboðum.
• Framsetningu efnis.
• Framkoma í gegnum netið.
• Notkun forrita eins og Zoom.

Ávinningur þinn:

• Eflir færni í að miðla skilaboðum í gegnum netið.
• Góð ráð við notkun forrita eins og Zoom við fjarkynningar.
• Kynnist kraftmiklum aðferðum við mótun, uppsetningu og framsetningu kynninga.
• Góð ráð við framkomu í gegnum netið hvort sem er við kynningar eða sem hlustandi.

Fyrir hverja:

Námskeiðið er fyrir aðila sem nota fjarvinnuforrit að einhverju leyti við vinnu eða önnur samskipti.

Kennsla:

Svava Björk Ólafsdóttir er MPM verkefnastjóri og annar af stofnendum RATA sem hefur þann tilgang að efla einstaklinga og teymi í átt að eigin árangri. Svava hefur undanfarin ár sinnt ráðgjöf, fræðslu og stýrt fjölda verkefna með það að leiðarljósi að styðja við bakið á frumkvöðlum. Hún hefur haldið námskeiðið Kraftmiklar kynningar fyrir fjölmörg fyrirtæki, nemendur og hópa þar sem hún byggir á áralangri reynslu sinni við að þjálfa frumkvöðla í framkomu og að kynna hugmyndir sínar og fyrirtæki.

Aðrar upplýsingar:

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Mat þátttakenda

á mælikvarðanum 1 til 5
(4,24)

Umsagnir

Mjög gott námskeið. Svava er sérlega fær fyrirlesari og kom efninu skilmerkilega frá sér.
Var ánægður með námskeiðið, opnaði á ýmsar hugmyndir sem ég mun nota.
Góður kraftur í kennara sem heldur manni alveg við efnið. Vel skipulagður fyrirlestur, fræðandi og skemmtilegur.
Opið og frjálslegt. Afslappað andrúmsloft.
0