Árangursrík teymisvinna

Verð snemmskráning 32.700 kr Almennt verð 36.000 kr

Árangursrík teymisvinna

Verð snemmskráning 32.700 kr Almennt verð 36.000 kr
Prenta
Snemmskráning til og með 11. apríl
Mið. 21. apríl kl. 13:00 - 17:00
Hafdís Huld Björnsdóttir og Svava Björk Ólafsdóttir, MPM verkefnastjórar og stofnendur RATA
Endurmenntun, Dunhaga 7.

UPPLÝSINGAR UM ÁHRIF COVID-19 Á STARFSEMI EHÍ

Hver er þín besta reynsla af teymisvinnu? En sú versta? Hvað var það sem skildi á milli þessara teyma? Hvernig er hægt að byggja upp árangursríka teymisvinnu þar sem allir fá að njóta sín? Hnitmiðað námskeið þar sem farið verður yfir lykilatriði árangursríkrar samvinnu teyma.

Á námskeiðinu er fjallað um:

• Hvað einkennir árangursríka teymisvinnu.
• Teymissköpun - aðferðir til að hefja teymisvinnu á sterkum grunni.
• Hvernig má byggja upp traust í teymi.
• Samskipti innan teyma.
• Skipulag og verkaskiptingu innan teyma.
• Hvernig virkja má sjálfan sig og aðra.
• Aðferðir til að takast á við krefjandi aðstæður.
• Mikilvægi þess að fagna sigrum.
• Verkefnalok og að hverju þarf að huga þegar teymi ljúka samvinnu.

Ávinningur þinn:

• Að gera þig að öflugri liðsmanni.
• Aukin sjálfsþekking og geta til að vinna með öðrum.
• Að auka skilning þinn á árangursríkari teymisvinnu.
• Aðferðir til að hámarka árangur, virðissköpun og öfluga liðsheild.

Fyrir hverja:

Alla sem vilja stuðla að árangursríkri teymisvinnu og hafa gaman í leiðinni.

Kennsla:

Hafdís Huld Björnsdóttir og Svava Björk Ólafsdóttir, MPM verkefnastjórar og stofnendur RATA. Tilgangur RATA er að efla einstaklinga og teymi í átt að eigin árangri. Frekari upplýsingar má sjá árata.is

Aðrar upplýsingar:

Fyrirvari
Ef óviðráðanlegar aðstæður, s.s. sóttvarnarreglur, koma í veg fyrir að hefðbundin kennsla geti farið fram í húsnæði Endurmenntunar á auglýstum námskeiðstíma verður brugðist við með því að:
Afæra námskeiðið og kynna skráðum þátttakendum nýjar dagsetningar með eins góðum fyrirvara og unnt er,
eða
Bkenna námskeiðið sem fjarnámskeið í gegnum ZOOM á áður auglýstum tíma.
Komi til ofangreindra breytinga fá skráðir þátttakendur allar nauðsynlegar upplýsingar sendar í tölvupósti og geta þeir þá tekið ákvörðun um skráningu sína í ljósi breyttra forsenda.

Styrkur
Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Mat þátttakenda

á mælikvarðanum 1 til 5
(4,2)

Umsagnir

Áhuga og orka leiðbeinenda. Skapalón til að vinna með og hugmyndir til að draga fram styrkleika innan teyma.
Mjög gott námskeið.
0