Fjarteymisvinna - FJARNÁMSKEIÐ

Verð snemmskráning 20.500 kr Almennt verð 22.600 kr

Fjarteymisvinna - FJARNÁMSKEIÐ

Verð snemmskráning 20.500 kr Almennt verð 22.600 kr
Prenta
Snemmskráning til og með 5. mars
Mán. 15. mars kl. 13:00 - 15:00
Hafdís Huld Björnsdóttir og Svava Björk Ólafsdóttir, MPM verkefnastjórar og stofnendur RATA
Námskeiðið fer fram í rauntíma í fjarkennsluforritinu ZOOM.
Upplýsingar um þátttöku í ZOOM.

UPPLÝSINGAR UM ÁHRIF COVID-19 Á STARFSEMI EHÍ

Það getur verið mjög krefjandi að vinna saman eingöngu í gegnum netið og áskorun að ná árangri sem teymi í fjarvinnu. Á námskeiðinu verður farið yfir lykilatriði sem snúa að árangursríkri teymisvinnu, hvernig við látum tæknina vinna með okkur og viðhöldum um leið kraftmikilli liðsheild.

Hagnýtt námskeið þar sem þátttakendur efla sig í fjarteymisvinnu og kynnast leiðum til að bæta vinnufyrirkomulag bæði hvað varðar samskipti og með notkun tækninnar.

Námskeiðið fer fram í gegnum forritið Zoom og samanstendur af kynningu, verkefnavinnu og umræðum í hópum

Á námskeiðinu er fjallað um:

• Grunninn að árangursríkri fjarteymisvinnu.
• Uppbyggingu trausts og samvinnu í fjarteymum.
• Hvaða tækni megi nýta í fjarteymisvinnu og hvaða tækifæri eru til staðar til að vinna verkefnamiðað.
• Hvernig megi vinna saman óháð staðsetningu.
• Praktísk atriði í fjarteymisvinnu svo sem fundafyrirkomulag.
• Skapandi leiðir til að hafa gaman í fjarteymisvinnu.

Ávinningur þinn:

• Eflir færni í að takast á við áskoranir nútímans.
• Góð ráð við notkun forrita eins og Zoom við fjarteymisvinnu.
• Praktísk atriði varðandi fjarteymisvinnu.
• Góð ráð um hvernig megi vinna saman sem teymi án þess að hittast.

Fyrir hverja:

Námskeiðið er fyrir þá sem þurfa að aðlaga sig að breyttu vinnuumhverfi vegna áskorana nútímans og þurfa að færa sig að hluta til eða alfarið yfir í fjarvinnu.

Kennsla:

Hafdís Huld Björnsdóttir og Svava Björk Ólafsdóttir, MPM verkefnastjórar og stofnendur RATA. Tilgangur RATA er að efla einstaklinga og teymi í átt að eigin árangri. Frekari upplýsingar má sjá árata.is

Aðrar upplýsingar:

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Mat þátttakenda

á mælikvarðanum 1 til 5
(5,00)

Umsagnir

Vel skipulagt, reglur (Zoom fundarins) skýrar og gott samspil milli kennaranna tveggja. Einnig fræðandi og virkilega nytsamlegt þeim sem eru og hafa verið að nota fjarvinnuforrit til funda.
Góðir punktar um fjarteymisvinnu, kennarar lifandi og virkjuðu þátttakendur vel.
Mjög gott skipulag og gott tæknilegt utanumhald. Faglegar og líflegar. Góðar umræður.
Þær voru einstaklega vel skipulagðar og námskeiðið gekk mjög vel fyrir sig.
Góð umgjörð og framkvæmd.
0