Verkefnastjórnun - verkefnisáætlun

Verð snemmskráning 49.900 kr Almennt verð 54.900 kr

Verkefnastjórnun - verkefnisáætlun

Verð snemmskráning 49.900 kr Almennt verð 54.900 kr
Prenta
Snemmskráning til og með 2. apríl
Mán. 12. og mið. 14. apríl kl. 13:00 - 17:00
Sveinbjörn Jónsson, verkfræðingur og MPM, samræmingarstjóri hjá Isavia
Endurmenntun, Dunhaga 7.

UPPLÝSINGAR UM ÁHRIF COVID-19 Á STARFSEMI EHÍ

Á námskeiðinu er farið yfir helstu hugtök og grunnatriði verkefnastjórnunar. Lögð er áhersla á gerð verkefnisáætlunar sem er grundvöllur að góðri verkefnastjórnun. Námskeiðið veitir heildarsýn á uppbyggingu verkefna og hlutverk verkefnastjórans.

Á námskeiðinu er fjallað um:

• Verkefnisgreiningar m.a. hagsmunaaðila- og áhættugreiningar.
• Árangursmælikvarða og markmiðasetningu.
• Sundurliðun verkefnis í verkþætti og gerð tíma- og kostnaðaráætlana.
• Stjórnskipulag verkefnis og samskipti.
• Ræs og lúkning verkefna.

Ávinningur þinn:

• Þróar hæfni til að leiða verkefni og vinna í verkefnum til betri árangurs.
• Þróar hæfni til að vinna í hópi með raunveruleg verkefni.
• Gott upphaf að undirbúningi fyrir IPMD D vottun og meira nám í verkefnastjórnun.

Fyrir hverja:

Námskeiðið er fyrir fólk úr öllum geirum atvinnulífsins þar sem vinna í verkefnum er stór hluti af daglegu starfi.

Kennsla:

Sveinbjörn Jónsson, M.Sc. í verkfræði og MPM. Sveinbjörn er samræmingarstjóri hjá Isavia.

Aðrar upplýsingar:

Kennsla fer fram með fyrirlestrum og hópæfingum þar sem nemendur takast á við aðferðafræði og beita henni á raunveruleg dæmi.

Athugið - ef þátttakandi sækir bæði
Verkefnastjórnun - fyrstu skrefin og Verkefnastjórnun - verkefnisáætlun á tveimur samliggjandi misserum er veittur 20% afsláttur af seinna námskeiðinu.

Fyrirvari
Ef óviðráðanlegar aðstæður, s.s. sóttvarnarreglur, koma í veg fyrir að hefðbundin kennsla geti farið fram í húsnæði Endurmenntunar á auglýstum námskeiðstíma verður brugðist við með því að:
Afæra námskeiðið og kynna skráðum þátttakendum nýjar dagsetningar með eins góðum fyrirvara og unnt er,
eða
Bkenna námskeiðið sem fjarnámskeið í gegnum ZOOM á áður auglýstum tíma.
Komi til ofangreindra breytinga fá skráðir þátttakendur allar nauðsynlegar upplýsingar sendar í tölvupósti og geta þeir þá tekið ákvörðun um skráningu sína í ljósi breyttra forsenda.

Styrkur
Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Mat þátttakenda

á mælikvarðanum 1 til 5
(4,67)

Umsagnir

Þetta námskeið var betra en ég þorði að vona, skemmtilegar dæmisögur og hópavinnan setti allt í samhengi.
Mjög gott skipulag og góð kennsla.
Góð dæmi sem Sveinbjörn tók og skemmtileg hópavinna. Sveinbjörn er frábær kennari.
Hagnýtt og gagnlegt. Kveikir í mér að læra meira um þetta.
Góð tenging við vinnumarkaðinn. Raunveruleg dæmi - auðvelt að tengja við þau.
Námsefni létt og skemmtilega fram sett og tengt við lifandi dæmi.
Mjög gott að fá mikla hópavinnu og "hands on" vinnutæki. Mun klárlega nýtast.
Flott námskeið, skemmtilegt, áhugavert, fullkomin lengd og fræðandi.
0