Gæðastjórnun í Símenntun (NAF001F)

Verð 94.500 kr
Prenta
Nýtt
Námskeiðið verður kennt á vormisseri 2018.
Stundatafla verður birt hjá viðkomandi deild í desember.

UMSÓKNARFRESTUR TIL 25. JANÚAR 2018
Umsjónarkennari: Hróbjartur Árnason, lektor
Háskóli Íslands - sjá stundatöflu

Í samstarfi við Uppeldis-og menntunarfræðideild Menntavísindasviðs Háskóla Íslands

Markmið námskeiðsins er að hjálpa þátttakendum að nýta sér helstu kenningar og aðferðir til að meta, mæla og ræða krítískt um árangur af fræðslustarfsemi fyrir fullorðina.

Læra að gera mat á mismunandi þáttum fræðslustarfs. Þeir munu læra aðferðir og orðaforða sem nýtast þeim bæði við formlegt mat og óformlegt mat á einstaka námskeiðum sem og starfsemi fræðslustofnana eða deilda. Þá verða kannaðar leiðir til að nýta niðurstöður mats til þess að bæta gæði starfsins.

Innihald:
Gæðastjórnun, Fræðslumat sem hluti gæðastjórnunarferlis. Helstu hugmyndir og aðferðir gæðastjórnunar og mats á fræðslustarfsemi. Tekin verða greiningardæmi og raunhæf verkefni úr atvinnulífinu.

Hæfniviðmið:
Að námskeiði loknu er stefnt að því að þátttakendur geti:
• nýtt sér helstu kenningar og aðferðir til að meta, mæla og ræða krítískt
um árangur af fræðslustarfsemi fyrir fullorðina.
• framkvæmt mat á mismunandi þáttum fræðslustarfs.
• notað ólíkar aðferðir bæði við formlegt og óformlegt mat á
námskeiðum og starfsemi fræðslustofnana.
• beitt hugtökum matsfræðanna og gæðastjórnunar við að lýsa mati og
greina frá niðurstöðum þess bæði við formlegt mat og óformlegt mat
á einstaka námskeiðum sem og starfsemi fræðslustofnana eða
deilda.
• nýtt niðurstöður mats til þess að bæta gæði starfsins
• greint frá helstu einkennum og grunnhugmyndum gæðakerfa og
metið þau á gagnrýninn hátt.
• skipulagt gæðastarf innan fræðslustofnunar á grundvelli þekktra og
viðurkenndra gæðamódela.

Umsókn
Nemendur HÍ skrá sig á námskeiðið á heimasvæði sínu í Uglunni.
Endurmenntun HÍ sér um skráningar nemenda utan HÍ. Nemendur sem sækja um námskeiðið hjá EHÍ eru vinsamlega beðnir um að láta viðeigandi prófskírteini fylgja með umsókn.

Sjá upplýsingar um námskeiðið í kennsluskrá HÍ.

Sjá stundatöflu á heimasíðu Menntavísindasviðs undir stundatöflur.

0