Danska II

Verð snemmskráning 35.400 kr Almennt verð 39.000 kr

Danska II

Verð snemmskráning 35.400 kr Almennt verð 39.000 kr
Prenta
Snemmskráning til og með 27. febrúar
Þri. og fim. 9. - 25. mars. kl. 17:15 - 19:15 (6x)
Casper Vilhelmssen, dönskukennari
Endurmenntun, Dunhaga 7.

UPPLÝSINGAR UM ÁHRIF COVID-19 Á STARFSEMI EHÍ

Námskeiðið er sjálfstætt framhald af námskeiðinu Danska - þjálfun í talmáli á léttum nótum og hentar því þeim sem setið hafa það námskeið og einnig þeim sem dvalið hafa í Danmörku um lengri eða skemmri tíma og vilja viðhalda kunnáttu sinni.

Á námskeiðinu er fjallað um:

• Samtalsfærni (Hópverkefni).
• Mikilvægi hlustunar til að ná tökum á málinu.
• Muninn á rituðu máli og töluðu máli í dönsku (framburðar gildrur).
• Danska menningu.
• Grunnatriði danskrar málfræði.

Ávinningur þinn:

• Þú nærð betri tökum á töluðu máli í dönsku.
• Þú eflir framburð þinn í dönsku.
• Skilningur þinn eykst.
• Þú færð aukna sýn á danska menningu.

Kennsla:

Casper Vilhelmsen er menntaður kennari í dönsku og starfar við kennslu í Víðistaðaskóla. Hann er með BA gráðu í dönsku og hefur kennt hjá Endurmenntun HÍ síðan haustið 2006.

Aðrar upplýsingar:

Til að fá sem mest út úr námskeiðinu fer allt fram á dönsku.

Fyrirvari
Ef óviðráðanlegar aðstæður, s.s. sóttvarnarreglur, koma í veg fyrir að hefðbundin kennsla geti farið fram í húsnæði Endurmenntunar á auglýstum námskeiðstíma verður brugðist við með því að:
A – færa námskeiðið og kynna skráðum þátttakendum nýjar dagsetningar með eins góðum fyrirvara og unnt er,
eða
B kenna námskeiðið sem fjarnámskeið í gegnum ZOOM á áður auglýstum tíma.

Komi til ofangreindra breytinga fá skráðir þátttakendur allar nauðsynlegar upplýsingar sendar í tölvupósti og geta þeir þá tekið ákvörðun um skráningu sína í ljósi breyttra forsenda.

Styrkur
Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Mat þátttakenda

á mælikvarðanum 1 til 5
(5,0)

Umsagnir

Mér fannst gott að námskeiðið fer fram á dönsku.
Kennarinn var metnaðarfullur, skipulagður og alltaf stutt í brosið.
Hjálpsamur og frábær kennari.
Góð æfing til upprifjunar á skóladönsku.
Það má vel hrósa Casper fyrir þetta frábæra námskeið!
0