Að skara fram úr í atvinnuleit - FJARNÁMSKEIÐ

Verð snemmskráning 23.800 kr Almennt verð 26.200 kr

Að skara fram úr í atvinnuleit - FJARNÁMSKEIÐ

Verð snemmskráning 23.800 kr Almennt verð 26.200 kr
Prenta
Snemmskráning til og með 2. apríl
Mán. 12. og mið. 14. apríl kl. 9:00 - 11:00
Einar Sigvaldason, MBA, stjórnendaþjálfi og ráðgjafi hjá Senza Partners
Námskeiðið fer fram í rauntíma í fjarkennsluforritinu ZOOM.
Upplýsingar um þátttöku í ZOOM.

UPPLÝSINGAR UM ÁHRIF COVID-19 Á STARFSEMI EHÍ

Á námskeiðinu verður farið yfir allt það helsta sem hafa ber í huga við atvinnuleit: andlega hlutann, lífssögu þína, hvert stefnirðu og hvað hefurðu fram að færa. hvernig á að gera áhugavekjandi ferilskrá og kynningarbréf, allt um viðtalið bæði fyrir og eftir og hvar og hvernig er best að leita að starfi.

Námskeiðið sem er haldið í tvö skipti miðar að því að kynna fyrir þátttakendum það helsta sem hafa ber í huga við atvinnuleit.

Dagur 1

Undirbúningur fyrir atvinnuleit, s.s. sjálfsmat m.t.t. styrkleika og veikleika

- Hver er lífssaga þín?
- Hvað viltu fá út úr lífinu núna?
- Hvert stefnirðu? Hvernig tengist það atvinnuleitinni?
- Hvaða hæfileikum býrðu yfir, í hverju ertu góð(ur)?
- Í hvers konar starfsumhverfi langar þig til að starfa?
- Gætirðu hugsanlega stofnað rekstur?
- Hverjir myndu kaupa framlag þitt, þjónustu eða vöru?

Ferilskrá og kynningarbréf
- Hvernig á að gera áhugavekjandi ferilskrá og kynningarbréf?
- Hvernig á að gera óformlegt kynningarbréf eins og tölvupóst, hvenær á að nota það?

Heimavinna: Búa til eða uppfæra eigin ferilskrá og kynningarbréf.

DAGUR 2

Farið yfir heimavinnu þátttakenda frá degi 1
- Ef einhver vill sýna afrakstur sinn þá verður farið yfir það með þátttakendum.
- Spurningar og helstu vandamál sem fólk lenti í við heimavinnuna.

Viðtalið, hvar er best að leita að vinnu, samantekt.
- Viðtalið: Hvað má segja og hvað ekki?
- Viðtalið: Undirbúningur - sjálft viðtalið - eftirfylgni.
- Hvar er best að leita að starfi? Tengslanet - atvinnumiðlanir - auglýsingar.
- Samantekt námskeiðs.
- Hvaða 1-2 aðgerðarpunkta má framkvæma strax í dag sem eykur líkur á að landa tilboði?

Á námskeiðinu er fjallað um:

• Andlega hlutann, lífssögu þína.
• Hvert stefnirðu og hvað hefurðu fram að færa.
• Hvernig á að gera ferilskrá og kynningarbréf sem eru áhugavekjandi.
• Ráð til að þróa með sér meiri sannfæringarkraft í atvinnuleitinni.
• Allt um viðtalið bæði fyrir og eftir.
• Hvar og hvernig er best að leita að starfi.

Ávinningur þinn:

• Þú færð betri sýn á hvert þú vilt stefna í atvinnuleitinni.
• Betri ferilskrá og kynningarbréf.
• Betur undirbúin/n fyrir viðtal.
• Betra sjálfsöryggi við atvinnuleit.
• Von okkar er að þetta leiði til atvinnutilboðs sem fyrst.

Fyrir hverja:

Fyrir alla sem vilja styrkja sig í atvinnuleit.

Kennsla:

Einar Sigvaldason er stjórnendaþjálfi og ráðgjafi hjá Senza Partners. Einar hefur lokið MBA gráðu frá Kaliforníuháskóla í Berkeley og er auk þess viðskiptafræðingur úr HÍ og löggiltur verðbréfamiðlari. Einar starfaði 15 ár í nýsköpun á Íslandi og í San Francisco, sem framkvæmdastjóri og meðstofnandi þriggja sprotafyrirtækja á hugbúnaðarsviði og í 7 ár sem sjálfboðaliði hjá Rauða Krossinum, m.a. við ráðgjöf í atvinnuleit og gerð ferilskráa og kynningarbréfa.

Aðrar upplýsingar:

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Mat þátttakenda

á mælikvarðanum 1 til 5
(4,0)

Umsagnir

Einar lagði sig fram og svaraði spurningum þátttakenda af alúð og fagmennsku. Hann leiðbeindi þátttakendum með hvað gæti betur farið með ferilskrár sínar og ræddi tillögur sínar. Hann var meira að segja lengur en áætlaður tími bæði skiptin. Hann fær fullt hús stiga fyrir námskeiðið. Það gagnaðist mér vel. Takk fyrir og gangi ykkur vel.
Mjög sáttur, hæsta einkunn alls staðar.
Farið vel yfir hvernig ferilskrá og kynningarbréf ættu að líta út.
0