Hvernig birtist þú á netinu? - Markaðssettu sjálfan þig

Verð snemmskráning 3.000 kr Almennt verð 3.000 kr

Hvernig birtist þú á netinu? - Markaðssettu sjálfan þig

Verð snemmskráning 3.000 kr Almennt verð 3.000 kr
Prenta
Nýtt
Snemmskráning til og með 5. ágúst
Mið. 12. ágúst kl. 13:00 - 16:00
Sigurður Svansson, meðeigandi og Head of Digital hjá stafrænu auglýsingastofunni SAHARA
Endurmenntun, Dunhaga 7.

SUMARÚRRÆÐI STJÓRNVALDA

Á námskeiðinu verður farið yfir hvernig þú ættir að nota samfélagsmiðla í atvinnuleit og hvaða forrit hægt er að nota til að láta ferilskrána standa út úr í bunkanum.

Samfélagsmiðlar eru orðnir einn stærsti miðillinn í dag, hvort sem þeir eru notaðir sem samskiptatæki eða markaðstól. Einnig geta þeir verið sterkt tæki til að koma sjálfum sér á framfæri. Farið verður yfir hvernig þú ættir að nota samfélagsmiðla sem atvinnuleitandi og hvernig atvinnurekendur eru að nota samfélagsmiðla til að finna starfsfólk. Við förum yfir hvaða box þú ættir að vera að haka í þegar kemur að því að markaðssetja sjálfan þig á samfélagsmiðlum í tengslum við atvinnuleit sem og hvernig þú getur gert ferilskrána þína áhugaverðari með notkun ókeypis forrita á vefnum.

Á námskeiðinu er fjallað um:

• Facebook
• LinkedIn
• Canva (Ferilskrá)
• Instagram

Ávinningur þinn:

• Aukin þekking á uppsetningu á þínum persónulega LinkedIn prófíl.
• Nýta samfélagsmiðla til að kynna þig betur sem væntanlegan starfskraft.
• Uppfæra ferilskrá með einföldu forriti til að gera hana sjónrænni.
• Lærir hvernig þú átt að koma þér á framfæri sem sérfræðingur á þínu sviði.

Fyrir hverja:

Námskeiðið er fyrir alla sem eru í atvinnuleit og vilja nýta sér þá miðla sem í boði eru til þess að ná/fanga athygli atvinnurekenda.

Kennsla:

Kennari er Sigurður Svansson, einn af stofnendum og eigendum stafrænu auglýsingastofunnar SAHARA. Sigurður hefur 10 ára reynslu af stjórnun, sölu og markaðsmálum og hefur komið að fjöda ráðninga hjá Símanum, Red Bull og SAHARA auk þess að hafa brennandi áhuga “personal branding” og hvernig einstaklingar eiga að koma sér á framfæri.

Aðrar upplýsingar:

Mælt er með því að þátttakandi taki með sér fartölvu til þess að opna forritin samtímis kennslu. Annars er gott að taka með stílabók og penna til að punkta niður.

SUMARÚRRÆÐI STJÓRNVALDA

0