WordPress grunnur - byrjendanámskeið

Verð snemmskráning 3.000 kr Almennt verð 3.000 kr

WordPress grunnur - byrjendanámskeið

Verð snemmskráning 3.000 kr Almennt verð 3.000 kr
Prenta
Snemmskráning til og með 15. júní
Mán. 22. og þri. 23. júní kl. 9:30 - 12:30
Atli Þór Kristbergsson, ráðgjafi og kennari
Endurmenntun, Dunhaga 7.

SUMARÚRRÆÐI STJÓRNVALDA

WordPress (WP) - grunnur er stutt en hnitmiðað námskeið fyrir þá sem vilja læra að setja upp sinn eigin vef. Ekki er gert ráð fyrir að þátttakendur hafi reynslu af vefhönnun eða hafi komið að gerð vefsíðna. Almenn tölvuþekking er nóg.

Á námskeiðinu verður farið yfir alla helstu þætti WP. Rýnt verður í bakenda kerfisins og þær stillingar sem þar eru að finna. Fjallað verður um muninn á síðum (e. pages) og færslum (e. post), einnig um viðbætur (e. plugins), útlit og fleira.

Námskeiðið byggir á verkefnum ásamt stuttum fyrirlestrum.

Á námskeiðinu er fjallað um:

• Netgrunn – eftirfarandi hugtök skýrð: hýsing, staðbundin uppsetning, lén og stjórnkerfi (cPanel).
• Mismuninn á fram- og bakenda WP.
• Þema og hvernig því er skipt út fyrir annað.
• Það sem er innbyggt í kerfið, viðbætur og hvar þær eru virkjaðar.
• „Short codes“ og hvernig þeir virka.
• Val á staðsetningu fyrir stjórnstiku og efni.
• Mismuninn á færslu og síðu.
• Uppsetningu á síðum, færslum, myndum og fleira.

Ávinningur þinn:

• Að geta sett upp eigið WP vefsvæði.
• Að þekkja muninn á fram- og bakenda WP.
• Þekkja helstu stillingar í WP bakenda.
• Geta sett upp síður og færslur.
• Að geta valið og virkjað þemu á vefsíðu.
• Þekkja helstu viðbætur og geta sett þær upp.

Fyrir hverja:

Námskeiðið er ætlað þeim sem vilja kynna sér WP til vefumsjónar og/eða vilja setja upp vefsíðu fyrir sig og/eða sitt fyrirtæki.

Kennsla:

Atli Þór Kristbergsson hefur starfað við upplýsingatækni frá árinu 1998, fyrst sem kerfis- og vefstjóri og sem deildarstjóri upplýsingatæknideildar Íslandsbanka svo eitthvað sé nefnt. Á síðari árum hefur hann einkum sinnt kennslu, ráðgjöf og vefsíðugerð.

Aðrar upplýsingar:

Þátttakendur eru beðnir um að koma með fartölvu á námskeiðið. Gott er að hafa einnig tölvumús.
Námskeiðið er byrjendanámskeið og er aðeins ætlast til að þátttakendur hafi almenna tölvuþekkingu.

SUMARÚRRÆÐI STJÓRNVALDA

Mat þátttakenda

á mælikvarðanum 1 til 5
(4,63)

Umsagnir

Gott námskeið og kennari.
Praktískt og veitir innsýn.
Ég lærði mjög mikið. Það var mjög gott að fá nemendasíðu sem hægt var að nota á námskeiðinu.
0