Þýska – fyrstu skrefin

Verð 39.000 kr

Þýska – fyrstu skrefin

Verð 39.000 kr
Prenta
Nýtt
Mán. og mið. 25. jan. - 10. feb. kl. 17:15 - 19:15 (6x)
Solveig Þórðardóttir, þýskukennari við Menntaskólann við Sund
Endurmenntun, Dunhaga 7.

UPPLÝSINGAR UM ÁHRIF COVID-19 Á STARFSEMI EHÍ

Þetta námskeið er ætlað byrjendum í þýsku sem hafa engan grunn í þýska tungumálinu.

Á þessu námskeiði verða helstu málfræðiatriði kynnt og farið yfir helsta orðaforða sem nýtist í daglegu lífi. Áhersla verður lögð á tjáningu, ritun, lesskilning, hlustun og unnin verða ýmis verkefni tengd málfræði.

Á námskeiðinu er fjallað um:

• Helstu málfræðiatriði þýskunnar.
• Farið verður yfir hagnýtan orðaforða.
• Menningu þýskumælandi landa.
• Helstu atriði til að kynna sig á þýsku og geta bjargað sér í þýskumælandi landi.

Ávinningur þinn:

• Þú lærir að kynna þig og tala stuttlega um daglegt líf þitt.
• Getur sagt frá fjölskyldu þinni, frítíma og fleiru úr þínu lífi.
• Getur bjargað þér í þýskumælandi landi.
• Getur átt stutt samtöl á þýsku.

Fyrir hverja:

Þetta námskeið er fyrir alla þá sem hafa áhuga á að kynnast nýju tungumáli og vilja bæta sig í þýskunni. Allir þeir sem hafa áhuga á þýsku eru velkomnir á námskeiðið.

Kennsla:

Solveig Þórðardóttir hefur kennt þýsku í fimm ár við Menntaskólann við Sund. Hún er með BA-próf í þýsku frá Háskóla Íslands og MA-próf í "Deutsch als Fremdsprache" frá Háskólanum í Bielefeld. Einnig kláraði hún viðbótardiplóma í kennslufræðum með áherslu á þýskukennslu. Frá árunum 2016-2018 var hún formaður Félags þýskukennara á Íslandi.

Aðrar upplýsingar:

Mælt er með að nemendur komi með orðabók í tíma, skriffæri og eitthvað til að skrifa á. Þátttakendur fá útprentuð verkefni og glósur frá kennara.

Fyrirvari
Ef óviðráðanlegar aðstæður, s.s. sóttvarnarreglur, koma í veg fyrir að hefðbundin kennsla geti farið fram í húsnæði Endurmenntunar á auglýstum námskeiðstíma verður brugðist við með því að:
Afæra námskeiðið og kynna skráðum þátttakendum nýjar dagsetningar með eins góðum fyrirvara og unnt er,
eða
Bkenna námskeiðið sem fjarnámskeið í gegnum ZOOM á áður auglýstum tíma.
Komi til ofangreindra breytinga fá skráðir þátttakendur allar nauðsynlegar upplýsingar sendar í tölvupósti og geta þeir þá tekið ákvörðun um skráningu sína í ljósi breyttra forsenda.

Styrkur
Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

0