Virkustu eldstöðvar Íslands - Bárðarbunga

Verð 15.900 kr

Virkustu eldstöðvar Íslands - Bárðarbunga

Verð 15.900 kr
Prenta
Nýtt
Mán. 30. sep. kl. 19:15 - 22:15
Páll Einarsson, prófessor í jarðeðlisfræði við HÍ
Endurmenntun, Dunhaga 7.

Námskeiðið tilheyrir röð fimm sjálfstæðra námskeiða sem fjalla um virkni og ástand fimm virkustu eldstöðva Íslands. Eldsumbrot á síðustu áratugum hafa varpað ljósi á eðli kvikuhreyfinga og ferð kviku úr möttli jarðar til yfirborðs. Eldstöðvarnar fimm sýna, um þessar mundir, merki um að þær undirbúi gos á næstu árum eða áratugum. Fjallað verður um mælingar sem gerðar eru til að fylgjast með hegðun þeirra en einnig hvers konar gosum megi búast við í hverri þeirra.

Bárðarbunga er líklega öflugasta eldstöð Íslands. Hún ber ekki einungis ábyrgð á einni stærstu hraunbreiðu landsins, Þjórsárhrauninu mikla sem náði til sjávar í Flóanum, heldur hafa hraun frá eldstöðvakerfi hennar einnig runnið langleiðina til sjávar í Skjálfandaflóa. Þar að auki er hún á flekaskilum og hefur þar lagt drjúgan skerf til nýmyndunar jarðskorpu landsins. Með Holuhraunsgosinu 2014 - 2015 sýndi hún hvers hún er megnug. Eftir að gosinu lauk hefur eldstöðin þanist út og skjalftavirkni bendir til þess að enn megi búast við atburðum af hennar völdum.

Á námskeiðinu er fjallað um:

• Hvað gerir Bárðarbungu að einni öflugustu gosstöð Íslands.
• Mælingar og núverandi ástand Bárðarbungu.

Fyrir hverja:

Námskeiðið er ætlað áhugasömum almenningi. Það getur nýst kennurum og leiðsögumönnum í starfi sínu sem og fólki sem tengist almannavörnum eða hjálparsveitum.

Kennsla:

Páll Einarsson stundaði nám í eðlisfræði og jarðeðlisfræði í Þýskalandi og Bandaríkjunum og tók doktorspróf frá Columbia University í New York árið 1975. Í starfi sínu sem sérfræðingur við Raunvísindastofnun Háskólans og prófessor við Háskóla Íslands hefur hann unnið við rannsóknir á jarðskorpuhreyfingum, jarðskjálftum og eldvirkni í meira en fjóra áratugi.

Aðrar upplýsingar:

Ef bæði neðangreind námskeið eru sótt á misserinu er veittur 20% afsláttur en hann er reiknaður af verði seinna námskeiðsins.
Virkustu eldstöðvar Íslands - Bárðarbunga
Virkustu eldstöðvar Íslands – Grímsvötn

0