Örnefni á Íslandi

Verð snemmskráning 17.500 kr Almennt verð 19.300 kr
Prenta
Nýtt
Snemmskráning til og með 29. janúar
Fim. 8. og 15. feb. kl. 20:15 – 22:15
Hallgrímur J. Ámundason, MA í íslenskum fræðum frá HÍ
Endurmenntun, Dunhaga 7.

Viðfangsefni námskeiðsins eru örnefni á Íslandi í fortíð og nútíð. Fjallað verður um elstu örnefni, breytingar á örnefnum, örnefni í sveitum og örnefni í þéttbýli. Farið verður yfir örnefnaskýringar, hver er uppruni örnefna, hvað þýða þau og hvaða upplýsingar geta verið í þeim fólgnar. Tengsl örnefna og Íslandssögunnar, tengsl við aðrar greinar og fyrirbæri, s.s. þjóðsögur, fornleifar, náttúrufar o.fl.

Flest örnefni eru einföld og auðskiljanleg en ýmis dæmi eru um örnefni sem enginn veit hvaðan eru komin eða hvað þau merkja.
Hvað merkja örnefni?
Hvernig kemst maður að merkingu örnefna?
Hver eru helstu hjálpartæki?
Farið verður yfir söfnun örnefna á Íslandi í sögulegu samhengi og fjallað um hvernig örnefnum er safnað. Örnefnasafn Íslands sem varðveitt er hjá Árnastofnun er kynnt en það er safn örnefnaskráa fyrir nær allar jarðir á landinu. Lög og reglur um örnefni verða skoðuð, fjallað um Örnefnanefnd og hlutverk hennar, verndun örnefna og tengsl örnefna og landakorta.

Á námskeiðinu er fjallað um:

• Merkingu og uppruna örnefna.
• Tengsl örnefna við land og sögu.
• Örnefnasöfnun.
• Einstök örnefni í samráði við þátttakendur með umræðum og útskýringum.

Ávinningur þinn:

• Aukinn skilningur á eðli og merkingu örnefna breytir upplifun á landslagi og eykur ánægju á ferðalögum.
• Örnefni eru sérstakur hluti af tungumálinu og veita oft upplýsingar um það sem hvergi er að fá annars staðar.

Fyrir hverja:

Námskeiðið hentar öllu áhugafólki um örnefni og tungumálið, þeim sem vilja dýpka þekkingu sína á landinu og auka skilning á sambúð manns við náttúru og land. Engar sérstakar forkröfur eru gerðar.

Kennsla:

Hallgrímur J. Ámundason er MA í íslenskum fræðum frá HÍ og hefur um árabil unnið að nafnfræðistörfum hjá Árnastofnun og þar áður hjá Örnefnastofnun Íslands. Hann hefur skrifað fróðleiksgreinar um örnefni á heimasíðu Árnastofnunar, á Vísindavefinn og á mjólkurfernur.

0