Bubbi í Borgarleikhúsinu

Verð 20.700 kr

Bubbi í Borgarleikhúsinu

Verð 20.700 kr
Prenta
Nýtt
Þri. 4. feb. kl. 20:00 - 22:00: EHÍ, Dunhaga 7.
Þri. 11. feb. kl. 20:00 - 22:00: EHÍ, Dunhaga 7.
Þri. 25. feb. kl. 13:00 - 16:00: Borgarleikhúsið.
Þri. 10. mars. kl. 20:00: Forsýning í Borgarleikhúsinu og umræður.
Fyrirlesarar á námskeiðinu verða Arnar Eggert Thoroddsen, sem er einn helsti dægurtónlistarfræðingur landsins, BA í félagsfræði og MA og PhD frá Edinborgarháskóla og Ólafur Egill Egilsson, höfundur og leikstjóri leikritsins. Þátttakendur munu jafnframt eiga kost á að fylgjast með æfingu í Borgarleikhúsinu, ásamt því að sækja lokaæfingu og ræða við leikstjóra og aðstandendur um æfingaferli, vinnuaðferðir og markmið. Umsjón Halla Björg Randversdóttir, fræðslustjóri Borgarleikhússins.
Endurmenntun, Dunhaga 7 og í Borgarleikhúsinu Listabraut 3

Í samstarfi við Borgarleikhúsið

Í tengslum við uppsetningu Borgarleikhússins á Níu líf, í leikstjórn Ólafs Egils Ólafssonar mun ENDURMENNTUN HÍ efna til námskeiðs um verkið og uppsetninguna, í samvinnu við leikhúsið.

Miði á forsýningu er innifalinn í námskeiðsgjaldi.

Bubbi Mortens er samofinn þjóðarsálinni í öllum sínum birtingarmyndum: Stjarnan sem rís úr slorinu; fyrst sem málsvari verkalýðsins, svo alþýðusöngvari þjóðarinnar, þá atómpönkari og gúanórokkari sem breytist í ballöðu-poppara sem syngur með stórsveitum. Skoðanaglaði gasprarinn, skrifblinda ljóðskáldið, fíkilinn sem reis upp, kvennamaðurinn og sá sem elskar aðeins eina konu, Kúbverjinn og Hollywood-víkingurinn, veiðimaðurinn, friðarsinninn og boxarinn. Sögur Bubba Mortens eru sögur okkar allra; sögur Íslands. En hver er hann í raun og veru? Og hver erum við?

Í þessari stórsýningu munu leikarar, dansarar, tónlistarmenn og fleiri góðir gestir, leggja allt í sölurnar við leitina að Bubbanum í okkur öllum og fylla sviðið með sögum, lögum, ljóðum og litum þessa elskaða og óþolandi listamanns.

Dagskrá námskeiðs:
• Þri. 4. feb. kl. 20:00 - 22:00
Fyrirlestur um ævi og störf Bubba með sérstakri áherslu á tónlistina. Umsjón: Dr. Arnar Eggert Thoroddsen.
• Þri. 11. feb. kl. 20:00 - 22:00
Leikritið, tónlistin og nálgun leikstjóra. Umsjón: Ólafur Egill Egilsson leikstjóri og leikskáld sýningarinnar.
• Þri. 25. feb. kl. 13:00 - 16:00
Viðvera á æfingu á Stóra sviði Borgarleikhússins.
• Fim. 10. mars kl. 20:00
Forsýning og umræður með aðstandendum sýningarinnar.

Umsagnir


Umsagnir ánægðra þátttakenda á fyrri leikhúsnámskeiðum:

Ég var alveg heillaður af þessu skemmtilega og fræðandi fólki.
Námskeiðið uppfyllti allar væntingar, var hæfilega afslappað og mikil gleði í gangi.
Þetta námskeið var fullkomið frá A-Ö. Allir svo einlægnir, fróðir og skemmtilegir.
0