Mega karlar blómstra? Áskoranir karla á nýjum tímum

Verð snemmskráning 39.900 kr Almennt verð 43.900 kr

Mega karlar blómstra? Áskoranir karla á nýjum tímum

Verð snemmskráning 39.900 kr Almennt verð 43.900 kr
Prenta
Nýtt
Snemmskráning til og með 27. september
Þri. 8. og 15. og 22. okt. kl. 20:00 - 22:00 (3x)
Einar Þór Jónsson og Sigurjón Þórðarson
Endurmenntun, Dunhaga 7.

Til að takast á við síbreytilegar aðstæður nútímans verða allir, en ekki síst karlar, að viðurkenna tilfinningar sínar og læra að tengjast þeim á jákvæðan og gagnlegan hátt. Niður nýja tímans er ekki bara áskorun heldur líka krafa til karla að takast á við daglegu verkefnin með öðruvísi hætti en áður þekktist. Hvernig nýtum við þekkingu til að styðja við þegar við upplifum mótlæti og krefjandi aðstæður?

Að temja sér hugrekki til að þróast og þroskast er sennilega vanmetið og kannski hafa karlar ekki unnið nægilega vel í þessum þáttum. Á námskeiðinu verður rætt um seiglu og þá þætti sem tengjast henni. Einnig verður rætt um ávinning þess að tileinka sér aðferðir sem hjálpa til að stilla hugarfar sitt sjálfum sér til gleði og ánægju. Skoðað verður hvernig áföll og seigla tengjast og hvernig hægt er að finna leiðir til að takast á við áföll og vinna úr þeim sjálfum sér til gagns.
Spurt er hvort karlar megi blómstra, skoðað verður hvað átt er við og hvernig fleiri karlar geta blómstrað.

Ávinningur þess að þekkja og nota eigin styrkleika er að öðlast betri sjálfsvitund og þekkingu á því hvað fyllir mann eldmóði, orku og vellíðan þannig að gleði og hamingja eykst.

Á námskeiðinu er fjallað um:

• Skilgreiningu á seiglu/þrautseigju.
• Seiglu sem þann styrkleika sem dregur hvað mest úr streitu og hvernig hægt er að þjálfa hana upp.
• Tengingu seiglu við úrvinnslu áfalla og fjallað um helstu verkfæri sem nýtast við slíkar aðstæður.
• Hvernig við nýtum þekkingu til að styðja við þegar við upplifum mótlæti og krefjandi aðstæður.
• Hvort hægt sé að þroskast og styrkjast í mótlæti og erfiðum aðstæðum.
• Tengsl karlmennsku við heilsufar og vellíðan.
• Jákvæð samskipti og hugarfar og unnið með hugmyndir Carol Dweck um fast hugarfar og grósku hugarfar.
• Hvað þarf til að karlar blómstri og hvernig hægt er að nota viðurkenndar aðferðir við að ná betri tökum á lífinu.

Ávinningur þinn:

• Að taka þátt í heilbrigðri umræðu um tilfinningar og tengingar við þær.
• Að læra að það er svo margt sem hver og einn getur gert til að eiga betra líf.
• Að öðlast þekkingu á verkfærum og aðferðum sem koma að gagni við úrlausn mála.
• Að hitta karla með körlum og eiga góða stund saman.

Fyrir hverja:

Námskeiðið er ætlað körlum á öllum aldri. Það er fyrir þá sem vilja vinna með áhrifaþætti í lífi sínu og upplifa aukin lífsgæði. Það er fyrir þá sem vilja draga úr streitu og blómstra í lífinu. Það er fyrir þá sem vilja þroska sig í krefjandi aðstæðum og taka áskorunum nýrra tíma.

Kennsla:

Einar Þór Jónsson lauk námi í trésmíði frá Iðnskólanum á Ísafirði, þroskaþjálfanámi frá Kennaraháskóla Íslands og meistaranámi í lýðheilsu- og kennslufræðum frá Háskólanum í Reykjavík. Hann hefur einnig lokið diplómu á meistarastigi í jákvæðri sálfræði frá Endurmenntun HÍ. Einar hefur áralanga reynslu af kennslu, námskeiðs- og fyrirlestrarhaldi.

Sigurjón Þórðarson er stjórnunarráðgjafi með fjölbreyttan bakgrunn. Hann hóf feril sinn sem matreiðslumaður, stjórnandi og rekstraraðili í hótel- og veitingageiranum. Sigurjón hefur kennt á fjölda námskeiða og sem stjórnunarráðgjafi hefur hann lagt sérstaka áherslu á samskipti, liðsheild og leiðtogahæfni og unnið með mörgum vinnustöðum í umbótastarfi. Hann lauk MBA námi frá RU 2011 og diplómu á meistarastigi í jákvæðri sálfræði frá Endurmenntun 2016 auk þess að vera matreiðslumeistari með meirapróf.

0