Vönduð íslenska - tölvupóstar og stuttir textar

Verð 19.700 kr

Vönduð íslenska - tölvupóstar og stuttir textar

Verð 19.700 kr
Prenta
Mið. 30. okt. kl. 13:00 - 16:00
Sigurður Konráðsson, prófessor í íslensku við HÍ
Endurmenntun, Dunhaga 7.

Margir þurfa að senda tölvupóst eða skrifa stutta athugasemd í vefkerfi. Aðrir þurfa að taka saman greinargerð eða semja fréttatilkynningu. Texti verður til og lesandi þarf að taka hann trúanlegan.

Gríðarleg aukning hefur orðið í framleiðslu texta á undanförnum áratugum. Sífellt fleiri þurfa að semja ritaða texta, oftast fremur stutta, bæði í starfi og einkalífi. Í langflestum tilvikum eru textar samdir til þess að aðrir lesi þá. Nokkur lykilatriði sem hafa verður í huga eru tími, sjálfsöryggi, þekking á viðfangsefni, bygging texta, málfar og birting. Farið verður í nokkur helstu einkenni texta sem samdir eru á íslensku og þátttakendur þjálfaðir í að semja stutta texta, t.d. tölvupósta, efni á innri vefi, heimasíður og fréttabréf.

Á námskeiðinu er fjallað um:

• Formlega texta: Markmið og einkenni.
• Stíl sem hæfir efni og ýmis álitamál sem upp koma.
• Rétt mál og rangt, gott mál og vont.
• Tölvupósta, innri vefi, heimasíður og fréttabréf.

Ávinningur þinn:

• Þekking á helstu hjálpargögnum, bæði prentuðum og rafrænum.
• Aðferðir til þess að bæta ritun í smáu og stóru.
• Öryggi við ritun texta.
• Kynnast þátttakendum á námskeiði sem eru í svipuðum sporum.

Fyrir hverja:

Ætlað öllum sem vilja láta taka alvarlega texta sem frá þeim fara.

Mat þátttakenda

á mælikvarðanum 1 til 5
(4,50)

Umsagnir

Mjög gaman og gagnlegt námskeið.
Mjög gott og hjálplegt námskeið og góðar umræður.
Skemmtilegur og góður fyrirlesari.
Hélt athygli minni allan tímann og fékk mig til að
hugsa.
Frábært námskeið og frábær kennari.
0