Sérnám í hugrænni atferlismeðferð fyrir sálfræðinga og geðlækna

Verð 0 kr

Sérnám í hugrænni atferlismeðferð fyrir sálfræðinga og geðlækna

Verð 0 kr
Prenta
Námið hefst í september 2021 og lýkur í maí 2023.
Kennt er í tveggja daga námslotum, föstudaga og laugardaga kl. 9:00-16.00, u.þ.b. einu sinni í mánuði.
Kennslustjóri námsins er Margrét Birna Þórarinsdóttir sálfræðingur og starfar í umboði fagráðs. Að náminu koma færustu sérfræðingar á sviði hugrænnar atferlismeðferðar, bæði erlendir og innlendir.

Í samvinnu við Félag um hugræna atferlismeðferð.
Sálfræðideild HÍ hefur metið sérfræðinám í hugrænni atferlismeðferð til 64 ECTS eininga.

Verð og nánari upplýsingar um námið er væntanlegt og þá verður hægt að sækja um.

Tveggja ára sérfræðinám í hugrænni atferlismeðferð er ætlað sálfræðingum og geðlæknum. Í náminu er megináhersla lögð á hagnýta þekkingu á sviði hugrænnar atferlismeðferðar (HAM). Leitast er við að gera nemendur hæfa til að nýta aðferðir hugrænnar atferlismeðferðar í starfi.

Námið miðar að því að nemendur:
• Fái fræðilega yfirsýn yfir grunnatriði kenninga um hugræna atferlismeðferð, líkön, hugtakanotkun og aðferðir.
• Öðlist skilning á tengslum kenninga og meðferðar, þ.e. sambandinu milli kenninga um hugræna atferlissálfræði og hugrænnar atferlismeðferðar. Þetta á við um mismunandi hópa skjólstæðinga og vandamála og tengist rannsóknum á meðferð og árangri.
• Nái að dýpka þekkingu sína og færni með því að fá víðtæka fræðslu og handleiðslu á flestum þeim sviðum sem rannsóknir hafa sýnt að hugræn atferlismeðferð kemur að góðum notum.

Á fyrsta árinu er miðað að því að kenna góðan grunn í HAM og tekið er mið af algengustu geðröskunum s.s. þunglyndi og kvíða.

Á seinna árinu er námið mun sérhæfðara og farið í fleiri raskanir.
Gert er ráð fyrir að handleiðsla sé veitt af sálfræðingum sem hafa fengið sérstaka þjálfun í HAM og/eða lokið HAM-handleiðslunámi. Handleiðslan dreifist yfir námstímann.

Námsmat er byggt á þátttöku í vinnustofum, skrifum á meðferðarskýrslum, greinargerðum og dagbók og verklegri þjálfun í hóp- og einstaklingshandleiðslu. Krafist er 80% mætingar í vinnustofur á hverju misseri, 90% mætingar í hóphandleiðslu og 100% mætingar í einstaklingshandleiðslu. Handleiðslan er veitt í þriggja og tveggja manna hópum ásamt einstaklingshandleiðslu.
• Nemendur skila fjórum meðferðarskýrslum og fjórum greinargerðum um meðferð á a.m.k. þremur tegundum mála. Alls er unnið með 8 einstaklinga á tveimur árum.
• Nemendur halda dagbók um þá tíma sem unnir eru í tengslum við námið.
• Nemendur skila inn upptökum af viðtölum til handleiðara í hóp- og einstaklingshandleiðslu og standist viðmið á viðurkenndum handleiðslukvarða (ACCS).

Kennslutilhögun:
Kennt er í tveggja daga námslotum (föstudaga og laugardaga kl. 9:00-16.00, u.þ.b. einu sinni í mánuði).
Námið samsvarar 64 ECTS einingum.

Inntökuskilyrði í tveggja ára námið eru:
• Framhaldsnám í klínískri sálfræði eða ráðgjafarsálfræði og löggilt sálfræðileyfi.
• Nám í geðlækningum.

Með umsókn þarf að fylgja
• Prófskírteini og/eða sálfræðileyfi
• Ferilskrá (CV) er inniheldur náms- og starfsferil sem og aðrar upplýsingar sem stutt geta umsóknina.

Umsóknir eru metnar af fagráði.

Fagráð námsins:
Dr. Eiríkur Örn Arnarson, sérfræðingur í klínískri sálfræði og prófessor við Læknadeild heilbrigðisvísindasviðs HÍ.
Elva Björg Arnarsdóttir, verkefnastjóri hjá Endurmenntun HÍ.
Erla Björg Birgisdóttir, sérfræðingur í klínískri sálfræði og sálfræðingur á LSH.
Erna Guðrún Agnarsdóttir, námstjóri hjá Endurmenntun HÍ.
Margrét Birna Þórarinsdóttir, sálfræðingur og kennslustjóri náms í hugrænni atferlismeðferð.
Sjöfn Evertsdóttir, sérfræðingur í klínískri sálfræði og sálfræðingur á Áfalla- og sálfræðimiðstöðinni og formaður HAM félagsins.

Frekari upplýsingar
Elva Björg Arnarsdóttir, verkefnastjóri námsins, sími: 525-5293 og tölvupóstur: elvabjorg@hi.is.
Elva er með viðtalstíma alla virka daga frá kl. 9:30 til 11:30.

Styrkur
Mörg stéttarfélög veita styrki til náms fyrir félagsmenn. Atvinnuleitendur geta einnig átt rétt á styrk frá Vinnumálastofnun.
Kannaðu málið HÉR.

0