Gerlar og geðheilsa - hvað segja vísindin?

Verð 13.600 kr

Gerlar og geðheilsa - hvað segja vísindin?

Verð 13.600 kr
Prenta
Þri. 30. okt. kl. 19:30 - 22:00
Birna G. Ásbjörnsdóttir, MSc í næringarlæknisfræði
Endurmenntun, Dunhaga 7.

Á námskeiðinu er fjallað um örveruflóru þarmanna í tengslum við geðheilsu. Nýjar rannsóknir sýna að ýmsir gerlar, þar á meðal mjólkursýrugerlar (probiotics), hafa áhrif á geðheilsu. Mjólkursýrugerlar hafa einnig áhrif á örveruflóru meltingarvegar. Farið er yfir hvernig er best að hlúa að þessari mikilvægu örveruflóru með réttu mataræði og réttum gerlum. Námskeiðið byggir á rannsóknum í næringarlæknisfræði.

Nýjar rannsóknir benda til þess að upptök ýmissa sjúkdóma megi rekja til ójafnvægis í meltingarvegi. Á þessu námskeiði verða áhrif örveruflóru þarmanna á geðheilsu skoðuð. Farið er yfir hvernig mataræði og mjókursýrugerlar geta haft áhrif, hvað getur raskað örveruflóru meltingarvegar og hvaða aðferðir má nota til að byggja upp og bæta. Rýnt verður í nýjustu rannsóknir á mjólkursýrugerlum í tengslum við geðheilsu.

Á námskeiðinu er fjallað um:

• Mjólkursýrugerla (probiotics) í tengslum við geðheilsu.
• Örveruflóru meltingarvegar og hlutverk hennar í tengslum við geðheilsu.
• Ástand meltingarvegar og áhrif hans á geðheilsu.
• Hvað getur raskað þessari miklvægu örveruflóru og hvað er til ráða.
• Fæðutegundir sem innihalda mjólkursýrugerla (lactic acid bacteria) - hvað er í boði?
• Önnur bætiefni sem rannsóknir sýna að geta haft jákvæð áhrif á geðheilsu.

Ávinningur þinn:

• Aukin þekking á mikilvægi örveruflóru þarmanna í tengslum við geðheilsu.
• Að öðlast skilning á hvernig fæða hefur áhrif á örveruflóru þarmanna.
• Að þekkja hvaða fæðutegundir innihalda mjólkursýrugerla (probiotics).
• Að þekkja hvaða mjólkursýrugerlar (probiotics) hafa áhrif á geðheilsu.
• Að öðlast innsýn í hlutverk mjólkursýrugerla (probiotics) í þessu samhengi.

Fyrir hverja:

Námskeiðið er ætlað öllum þeim sem vilja fræðast um leiðir til betri heilsu.

Kennsla:

Birna G. Ásbjörnsdóttir er með meistaragráðu í næringarlæknisfræði frá háskólanum í Surrey. Hún hefur einnig lokið námi í gagnreyndum heilbrigðisvísindum frá háskólanum í Oxford. Birna heldur reglulega námskeið fyrir fagfólk og almenning ásamt því að veita einstaklingsráðgjöf.

0